„Þau ljóma alveg af gleði“

„Það skemmtu sér allir mjög vel og eru mjög spenntir fyrir næstu ferð að ári. Ég hef verið með öll árin, en þetta er svo gefandi og það er gaman að sjá hversu frábært ferðafélögunum finnst þetta. Þau ljóma alveg af gleði“ segir Heiðar Broddason hjá Austurlandsdeild 4x4.

Síðastliðin laugardag fór deildin í sína árlegu jeppaferð með skjólstæðinga félagsþjónustunnar og aðstoðarmenn þeirra. Um 40 manns voru með í för í ár, en ferðin var farin í sjöunda skiptið.
„Upprunalega fékk Jens Hilmarsson hugmynd að þessu samfélagsverkefni frá systurklúbb okkar á Vesturlandi, þar sem þetta hefur orðið að skemmtilegri hefð og haft gríðarlega jákvæð áhrif,“ segir Hreiðar.

Skoðað sig um í Vaðlavík

„Við lögðum af stað um 13:00 frá Shell á Egilsstöðum og hittum fleiri félaga niður á Reyðarfirði. Þaðan var farið yfir á Eskifjörð og hittum við hópinn sem kom frá Norðfirði, teygðum úr okkur og tókum pissustopp. Síðan lagði allur hópurinn af stað yfir í Vaðlavík og keyrt sem leið lá út á fjöru, skoðað sig um og teknar myndir af því sem við sáum. Eftir ágætisstopp var farið til baka og komið við hjá Alcoa þar sem þau buðu okkur í kakó, kleinur og pönnukökur með rjóma. Við vorum síðan komin aftur hingað heim rétt fyrr 18:00 eftir mjög góðann dag.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.