Engin ákvörðun tekin um uppbót til sauðfjárbænda

Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að enn liggi ekki fyrir ákvörðun um hvort sauðfjárbændum verði greidd uppbót eftir sláturtíð. Vel hefur gengið að flytja út kjöt en verðið af innanlandsmarkaði skiptir mestu máli.

Lesa meira

„Sumum fannst þetta hræðileg tilhugsun“

Dagarnir 31. október til 3. nóvember 2017 hafa verið símalausir dagar í Fellaskóla. Hugmyndin með þessi er að kanna kosti og galla símanotkunar í skólastarfinu og ná með því umræðu við nemendur um þeirra upplifun.

Lesa meira

Maður stunginn með hníf

Tvær alvarlegar líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar á Austurlandi um liðna helgi. Í báðum er vitað hverjir voru að verki.

Lesa meira

Fjarðarheiði lokuð vegna umferðaróhapps

Um klukkan sjö í morgun lokaðist Fjarðarheiði þegar flutningabíll með tengivagn fór út af veginum. Engin slys urðu á fólki og er unnið að því að koma bílnum aftur upp á veginn.

Vegurinn er lokaður vegna óhappsins og liggja ekki fyrir upplýsingar um hvenær hann verður opnaður á ný.

Áhyggjur af hraðaakstri í Norðfjarðargöngum

Starfsmenn sem enn eru að störfum í Norðfjarðargöngum verða fyrir óþægindum af hraðaakstri í göngunum. Til skoðunar er að loka göngunum tímabundið ef ekki hægist á umferðinni.

Lesa meira

Skora á Norðlenska að hækka verð til sauðfjárbænda

Formenn fjögurra félaga sauðfjárbænda í Norðausturkjördæmi hafa sent stjórnendum Norðlenska áskorun um að hækka verð til sauðfjárbænda. Þeir telja að þær forsendur sem gefnar voru í upphafi sláturtíðar fyrir lækkun afurðaverð haldi ekki.

Lesa meira

Dagar Myrkurs á Austurlandi

„Spor menningarmiðlun, sem samanstendur af þeim Benný Sif Ísleifsdóttur frá Eskifirði, Fríðu Björk Ólafsdóttur og Völu Smáradóttur sáu um gerð sýningarinnar. Þær bjuggu til þessa hugmynd og sendu okkur efniviðinn sem við síðan bættum við munum héðan frá okkar safni svo úr varð herbergi verbúðarstúlkunnar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.