Helgin: „Gaman að fá tækifæri til að sýna myndirnar mínar“

„Það er mjög gaman að fá tækifæri til að sýna myndirnar mínar á æskuslóðunum og fá að koma aðeins heim að knúsa kisann minn hann Grísling..

og auðvitað knúsa líka hina í fjölskyldunni minni. Ég er mjög spennr fyrir kvöldinu, þetta verður gaman, “ segir Guðný Rós Þórhallsdóttir, höfundur og leikstjóri stuttmyndanna C- Vítamín og DAgurinn sem baunirnar kláruðust.

Guðný Rós mun sýna myndirnar sínar báðar á árlegum hausthittingi SAM – félagsins, félag skapandi fólks á Austurlandi, í Sláturhúsinu í kvöld. Auk verka Guðnýjar verða sýnd lokaverkefni listaháskólanema, sprotar og frumkvöðlar kynna sig.
SAM félagið kynnir nýja vefverslun sína www.make.is
Húsið opnar kl. 19:00.
Nánar um viðburðinn hér

Mugison ferðast um Austurland

Dagana 9. – 11. nóvember mun Mugison skemmta Austfirðingum. Hann mun byrja á Feita Fílnum á Egilsstöðum, síðan verður hann í Beituskúrnum á Neskaupsstað og að lokum L´abri á Fáskrúðsfirði.

 

Berta Dröfn Sópran söngkona og Brustia píanóleikari á Austurlandi

Berta Dröfn Ómarsdóttir, sópran söngkona og Giorgia Alessandra Brustia, píanóleikari, ferðast nú saman um landið og munu þær halda tónleika hér á Austurlandi dagana 9. og 13. nóvember.
Fimmtudaginn 9. Nóvember munu þær halda tónleika í Djúpavogskirkju kl. 20:00 og þann 13. Nóvember verða þær í Fáskrúðsfjarðarkirkju kl. 20:00. Auk þess munu þær koma við í Tónlistarskólum víðsvegar og halda örtónleika fyrir nemendur.
 
Eftirherman og Orginalinn í Valaskjálf

Valaskjálf fagnar komu þeirra Guðna Ágústssonar fyrrum ráðherra og Jóhannesar Kristjánssonar eftirhermu. Þeir hafa gert allt vitlaust um land allt með skemmtidagskrá sinni Eftirherman og Orginallinn. Það fara þeir mikinn með þjóðsögum og eftirhermum. Valaskjálf fagnar komu þeirra Guðna Ágústssonar fyrrum ráðherra og Jóhannesar Kristjánssonar eftirhermu. Þeir hafa gert allt vitlaust um land allt með skemmtidagskrá sinni Eftirherman og Orginallinn. Það fara þeir mikinn með þjóðsögum og eftirhermum.
Þeir verða í Valaskjálf föstudagskvöldið 10. Nóvember kl. 21:00

Jónsi á Feita fílnum.

Jónsi, söngvari mun mæta með kassagítar og trúbba inn í nóttina föstudagskvöldið 10. Nóvember á Feita Fílnum.

Alexander Jarl og vinir á Feita Fílnum

Í tilefni af nýrri plötu frá Alexander Jarl, "Ekkert er eilíft", ætlar hann að koma fram á Feita Fílnum laugardaginn 11. nóvember ásamt úrvals plötusnúðum. Mun hann flytja öll lög plötunar í bland við eldra efni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar