Fjarðarheiði lokuð vegna umferðaróhapps

Um klukkan sjö í morgun lokaðist Fjarðarheiði þegar flutningabíll með tengivagn fór út af veginum. Engin slys urðu á fólki og er unnið að því að koma bílnum aftur upp á veginn.

Vegurinn er lokaður vegna óhappsins og liggja ekki fyrir upplýsingar um hvenær hann verður opnaður á ný.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar