Nýjum Norðfjarðargöngum ákaft fagnað – Myndir

Yfir þúsund manns mættu þegar ný Norðfjarðargöng voru opnuð á laugardag. Segja má að stöðug hátíðarhöld hafi verið á Eskifirði og Norðfirði alla helgina.

Gestir létu það ekki á sig fá þótt kalt væri í veðri og fjölmenntu með hlýju í hjarta að gangamunnanum Eskifjarðarmegin.

Jón Gunnarsson, samgönguráðherra klippti á borða og opnaði göngin formlega með aðstoð Stefáns Þorleifssonar, 101 árs frá Norðfirði og Önnu Hallgrímsdóttur, 100 ára frá Eskifirði.

Stefán ók síðan fyrsta bílnum í gegnum göngin með ráðherrann í farþegasætinu.

Göngin eru hin lengstu á Íslandi, lengd þeirra í bergi eru rúmir 7,5 kílómetrar. Framkvæmdir við þau hófust síðsumars árið 2013.

Eftir vígsluathöfnina var 
Segja að fagnað hafi verið í Fjarðabyggð alla helgina en byrjað var á gangahlaupi á föstudagskvöld sem ríflega 100 manns tóku þátt í. Af öðrum viðburðum má nefna 30 ára afmælistónleika SúEllen, fjölskyldudagskrá á Eskifirði, dansleik í Egilsbúð og frumsýningu heimildamyndarinnar Háski: Fjöllin rumska um snjóflóðin í Neskaupstað.

„Ég er algjörlega orðlaus yfir hvað göngin munu hafa mikil áhrif, ekki bara á okkur sem búum sitt hvoru megin ganganna eða í Fjarðabyggð heldur alla á Austurlandi,“ sagði Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri í Fjarðabyggð í ávarpi sínu við opnunina.

„Þetta er stærsta einstaka framkvæmd í vegamálum á Íslandi undanfarin ár. Hún er ekki bara einstök vegna umfangsins heldur vegna þeirra samfélagslegu áhrifa sem henni er ætlað að hafa og ekki bara á byggðirnar næst henni,“ sagði Helgi Haraldsson, vegamálastjóri.

Myndir: Jens Einarsson

 M6D4945 Web
 M6D4957 Web
 M6D4960 Web
 M6D4970 Web
 M6D4986 Web
 M6D4989 Web
 M6D4992 Web
 M6D4993 Web
 M6D4996 Web
 M6D5000 Web
 M6D5001 Web
 M6D5004 Web
 M6D5005 Web



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.