Dagar Myrkurs á Austurlandi

„Spor menningarmiðlun, sem samanstendur af þeim Benný Sif Ísleifsdóttur frá Eskifirði, Fríðu Björk Ólafsdóttur og Völu Smáradóttur sáu um gerð sýningarinnar. Þær bjuggu til þessa hugmynd og sendu okkur efniviðinn sem við síðan bættum við munum héðan frá okkar safni svo úr varð herbergi verbúðarstúlkunnar. Sýningin er farandsýning sem hefur verið sett upp á þremur stöðum um landið við góðar undirtektir, og kemur hún nú hingað. Það þykir kannski skrítið að setja upp verbúðarsýningu hér á héraði þar sem við liggjum ekki að sjó, en héðan fóru margir á verbúð og ættu því að geta tengt vel við sýninguna og rifjað upp minningar,“ segir Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands

Sýningin Verbúðarlíf verður opnuð þann 1. nóvember á Minjasafni Austurlands á Dögum myrkurs. Þar fá gestir að skyggnast inn í herbergi á verbúð þar sem lífi fólks á þessum tíma verða gerð skil, annars vegar með mundum og texta og hinsvegar með háldtíma langri kvikmynd og jafnlöngum útvarpsþætti.

Dagar Myrkurs meiga teljast til rótgróins viðburðar hér á Austurlandi, en þeir voru haldnir í fyrsta sinn í nóvember árið 2000 af Markaðsstofu Austurlands sem þá var og hét, en nú Asuturbrú. Sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar á Austurlandi hafa tekið höndum saman á síðustu árum til að lýsa upp fyrstu daga vetrar með þessum hætti.
Bæjarfélög í fjórðungnum gerir íbúm og gestum þeirra glaða daga, en í þessa fimm daga má finna fjölmarga viðburði sem ættu að gleðja unga sem aldna.

Dagsrkána má skoða betur á east.is og á heimasíðum sveitarfélaganna.

Fljótsdalshérað

Í fótspor Jóns Lærða - Málþing
Haldið í Félagsheimilinu Hjaltalundi föstudaginn 3. nóvember 2017 kl. 14:00
Á málþinginu verður lögð áhersla á þrjá meginþætti. Í fyrsta lagi náttúru svæðisins, í öðru lagi menningu þess og sögu og í þriðja lagi uppbyggingu ferðaþjónustu og jafnvel annarrar atvinnustarfsemi sem byggist á menningu og náttúru svæðisins.
Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:
• Elsa Guðný Björgvinsdóttir safnstjóri Minjasafns Austurlands og formaður starfshóps – Setning
• Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur – Úthérað – falinn fjársjóður
• Skarphéðinn G. Þórisson náttúrufræðingur – Náttúra Úthéraðs
• Þuríður Elísa Harðardóttir Minjavörður Austurlands – Menningarminjar á Úthéraði
• Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur – Ekkert sprettur af engu. Jón lærði og endurreisn þekkingar á Hjaltastað
• Einar G. Pétursson rannsóknarprófessor emeritus Árnastofnun – Tíðfordríf Jóns lærða
• Hildur Vésteinsdóttir teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun – Tækifæri í friðlýsingum
• Arna Björg Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Óbyggðaseturs og menningarmiðlari
– Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja
• Líneik Anna Sævarsdóttir formaður Hollvinasamtaka Hjaltalundar – Fólk og hús. Hjaltalundur og Hjaltastaður
• Vinnustofa

Semblahátíð í Vallarneskirkju
Guðrún Óskarsdóttir og ung tónskáld
3. nóvember kl. 18 – Nemendatónleikar – þátttakendur eru nemendur af Héraði og frá Fáskrúðsfirði
5. nóvember kl. 15 – Einleikstónleikar Guðrúnar Óskarsdóttur, semballeikara, þar sem kynnt verður sembaltónlist í tímanna rás. Þá verða flutt tónverk eftir ung austurlensk tónskáld sem samin voru sérsaklega fyrir hátíðina.

Stuðmenn í Valaskjálf
Stuðmenn þarf vart að kynna en sveitin mun mæta í Valaskjálf 4. nóvember og slá upp dansleik. Sveitin mun flytja fjölmörg af sínum frægustu lögum í bland við nýtt efni sem væntanlegt er á markað í október.

Vopnafjörður

Kvöldstemning í Burstafelli
Minjasafnið á Bustarfelli verður með viðburð miðvikudagseftirmiðdaginn 1. nóvember 2017, milli kl. 16 og 19, á Dögum myrkurs á Austurlandi.
Viðburðurinn kallast "Hún amma mín það sagði mér..." þar sem börn í 6. og 7. bekk Vopnafjarðarskóla munu segja eldri sögur sem tengjast æsku og/eða myrkri sem þau hafa safnað á Vopnafirði.
Þá mun Baldvin Eyjólfsson flytja, ásamt söngvurum, frumsamin lög við ljóð Erlu skáldkonu (Guðfinnu Þorsteinsdóttur).
Aðgangur að safninu verður ókeypis en fólki verður boðið að kaupa sér súpu, brauð og eftirrétt á vægu verði í hjáleigunni.

„Eftirhermann og Orginalinn“
Magnað sagnakvöld með þjóðsögum og eftirhermum! Jóhannes Kristjánsson, eftirherman góðkunna, og Guðni Ágústsson, orginalinn, koma fram og láta gamminn geysa.
Haldið í Miklagarði og gleðin hefst kl. 20:00.

Djúpivogur

Vöfflukaffi á Bragðavöllum
Vöfflukaffi í Hlöðunni á Bragðavöllum! Boðið verður upp á vöfflur, kaffi og kakó í hlöðunni og fjósinu.
Ef veður leyfir mun verða kveikt upp í varðeld um kl 19:00!

Fjarðabyggð

Menningarmessa í Fjarðabyggð
Laugardaginn 4. nóvember nk. verður Menningarmessa Fjarðabyggðar haldin. Tilgangur Menningarmessunar í ár er að líta yfir farinn veg, horfa fram á veginn og móta framtíðarsýn fyrir nýstofnaða Menningarstofu Fjarðabyggðar og Tónlistarmiðstöð Austurlands. Messan er menningarferð um firðina okkar og verður boðið uppá rútuferðir frá öllum bæjarkjörnum Fjarðabyggðar (nánar auglýst síðar). Hugmyndir fæðast nefnilega svo oft í rútum.

Dagskrá Menningarmessu 2017 (með fyrirvara um breytingar):
10:00 – Kynningarferð um Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði
10:40 – Fundur um Tónlistarmiðstöð Austurlands í Sköpunarmiðstöðinni
12:40 – Lagt af stað frá Stöðvarfirði til Reyðarfjarðar
13:20 – Matur í Félagslundi á Reyðarfirði
14:00 – Fundur um Menningarstofu Fjarðabyggðar í Félagslundi
16:00 – Skoðunarferð um Stríðsárasafnið á Reyðarfirði
16:50 – Lagt af stað frá Reyðarfirði til Neskaupstaðar
17:00 – Skoðunarferð um Tónlistarmiðstöðina á Eskifirði
18:15 – Komið í Neskaupstað – Kvöldverður og skemmtun í Neskaupstað
21:00 – Rúta til baka

Hosumarkaður í Safnahúsinu í Neskaupsstað
Hosurnar, styrktarfélag Umdæmissjúkrahúss Austurlands / FSN, verða með sinn árlega markað á Dögum myrkurs í Safnahúsinu í Neskaupstað. Eins og venjulega verður mikið úrval af handverki og bakkelsi til sölu og allur ágóði fer til tækjakaupa sjúkrahúsinu.

Markaðurinn er opinn sem hér segir:
Fimmtudaginn 2. nóvember frá 17-21
Föstudaginn 3. nóvember frá kl 16-19
Laugardaginn 4. nóvember frá kl 13-16

Ljóðasamkoma í Seldal í Norðfirði
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi heldur ljóðasamkomu í Seldal í Norðfirði sunnudaginn 5. nóvember og hefst hún kl. 15:00. Dagskráin verður fjölbreytt að vanda en þetta er níunda haustið í röð sem félagið heldur skemmtun í Seldal. Sérstakur gestur verður trúbadúrinn Þórarinn Hjartarson frá Tjörn. Hann mun flytja söngva eftir Carl Michael Bellman og margt fleira skemmtilegt.

Fáskrúðsfjörður

Styrktartónleikar í Fáskrúðsfjarðarkirkju
Kór Fáskrúðsfjarðarkirkju ásamt gestum verður með fjáröflunartónleika á Dögum myrkurs, 2. nóvember, kl. 19.30-22:00. Þeir verða haldnir í Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar og kostar 2000 krónur inn. Allur ágóði rennur óskiptur til uppbyggingar á fjölskyldugarði á Fáskrúðsfirði.


Eskifjörður

Jazz-sveifla á Eskifirði
2. nóvember kl. 20:00 verður Jazz-sveifla í Tónlistarmiðstöð Austurlands, Eskifirði.
Þeir sem nutu þessarar stundar í fyrra ættu ekki að láta sig vanta í ár.
Fram koma Stefanía Svavarsdóttir - söngur, ein flottasta jazz-söngkona landsins, Birgir Bragason - bassi, Birgir Þórisson - Píanó, Erik Qvick – trommur og Haukur Gröndal - saxafónn.
Allir afburða hjóðfæraleikarar á sínu sviði sem flytja mörg af bestu lögunum frá gullaldarárum Jazzins.

Borgarfjörður Eystri

Upplifðu myrkrið við sjávarborðið – Blábjörg.
Það er opið í spa hjá Blábjörgum fram á kvöld - til kl. 23:00 - og því einstakt tækifæri til að baða sig í myrkrinu! Léttar veitingar í boði!

Seyðisfjörður

Myrkraganga Seyðisfirði
Þann 3. Nóvember verður gengið Myrkragönguna á Seyðisfirði. Gangan hefst kl. 19:00 við Tækniminjasafnið á Seyðisfirði. Götuljósin eru slökkt í bænum og bæjarbúar eru hvattir til að myrkva hús sín á meðan að gangan fer fram. Göngufólk er hvatt til þess að koma með luktir, blys eða kyndla með sér í gönguna. Einnig að skreyta sig með ljósaseríum eða klæðast einhverju skuggalegu.
Rökkur og rómtantík verður í Sundhöllinni alla vikuna, myrkragetraun verður á Bókasafninu, myrkratilboð verða í bænum og hin árlegu karla- og konukvöld verða haldin laugardagskvöldið 4. Nóvember.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.