Maður stunginn með hníf

Tvær alvarlegar líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar á Austurlandi um liðna helgi. Í báðum er vitað hverjir voru að verki.

Í annarri árásinni kjálkabrotnaði einstaklingur eftir að hafa verið sleginn í andlitið í heimahúsi. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að málsatvik séu kunn og vitað hver gerandinn sé.

Í hinni árásinni var maður stunginn með hnífi í heimahúsi. Lögregla handtók árásarmanninn skömmu síðar og viðurkenndi hann verknaðinn. Hann hefur þegar hafið afplánun vegna eldri mála.

Þolandinn var fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað þar sem gert var að sárum hans. Þau voru ekki lífshættuleg.

Bæði málin eru til rannsóknar hjá Rannsóknardeild lögreglunnar á Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.