„Sumum fannst þetta hræðileg tilhugsun“

Dagarnir 31. október til 3. nóvember 2017 hafa verið símalausir dagar í Fellaskóla. Hugmyndin með þessi er að kanna kosti og galla símanotkunar í skólastarfinu og ná með því umræðu við nemendur um þeirra upplifun.

 


Það hefur verið hávær umræða í samfélaginu um símanotkun ungmenna og hvaða áhrif það hefur á andlega líðan þeirra, einbeitingu og félagsleg samskipti „Við höfum staðið frammi fyrir því, líkt og í öðrum grunnskólum landsins, að símarnir eru að valda gríðarlegri truflun á skólastarfi nemenda. Þau eiga erfitt með einbeitingu, hafa minnkað samskipti augliti til auglitis og eru meira að segja að tala saman í gegnum tækin þó þau sitji hlið við hlið,“ segir Ásta María Hjaltadóttir í Fellaskóla.

Á við um nemendur jafnt sem starfsfólk

Þessa símalausu daga eru allir beðnir um að skilja símana eftir heima, en undantekningar eru leyfðar ef þess þarf og þeir þá geymdir í þar til gerðum kassa hjá skólastjóra. Á þetta við um nemendur jafnt sem starfsfólk. „Þessi hugmynd var kynnt mjög vel fyrir nemendum og foreldrum og tóku flest allir vel í hana. Í framhaldi af þessum dögum munum við svo heyra frá nemendum og kennurum hverju þetta breytti fyrir þau og skoða bæði jákvæða og neikvæðar hliðar þess að hafa símana ekki með.“

Felst allir jákvæðir 

„Sumum fannst þetta hræðileg tilhugsun, voru pínu reiðir við okkur og höfðu orð á því að vita ekki hvað þau áttu að gera í frímínútum. Við höfum haft það svo hér í Fellaskóla að við getum nýtt símana á góðann og gagnlegann hátt, í daglegu lífi og í skólanum. En okkur hefur ekki gengið vel að passa upp á þetta og þar af leiðandi hefur þetta verið misnotað. Ég er búin að spjalla við nokkra nemendur núna þessa dagana og hef ég fengið jákvæðar hliðar frá öllum nema einum nemenda. Vissulega er þetta erfiðara hjá unglingunum en yngri stigunum. En svo verður áhugavert að heyra frá þeim jákvæðar og neikvæðar hliðar þess að hafa ekki símana.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.