Eins og í Betlehem: Öll gistiheimili full í rigningunni í gær

Austfirsk gistiheimili neyddust til að vísa gestum frá í gærkvöldi sem leituðu skjóls undan miklum rigningum á landinu síðustu daga. Rekandi gistihúss segir ferðamennina almennt hafa verið vel búna en haft þörf fyrir að komast í skjól.

Lesa meira

Ámælisvert að slaka á öryggiskröfum þegar skip eru seld

Rannsóknarnefnd samgönguslysa átelur harðlega að slakað sé á öryggiskröfum þótt skip séu að skipta um eigendur. Þetta er niðurstaða úr rannsókn nefndarinnar á slysi um borð um Barða NK, skipi Síldarvinnslunnar, í fyrrasumar.

Lesa meira

„Það er Gullfoss, Geysir og Dinerinn“

Skálinn Diner var opnaður á Egilsstöðum þann 1. maí síðastliðinn í því húsnæði sem Shell-skálinn var áður. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða veitingastað að amerískri fyrirmynd.

Lesa meira

Hálslón snemma á yfirfall

Hálslón fór á yfirfall á föstudagskvöld. Einu sinni áður í rekstrarsögu Kárahnjúkavirkjunar hefur það gerst svo snemma. Rennsli þar er nú meira en í yfirstandandi Skaftárhlaupi.

Lesa meira

Seyðisfjörður: Minnihlutinn vildi ráða Arnbjörgu og gagnrýnir ráðningarferlið

Minnihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar gagnrýnir vinnubrögð meirihluta Seyðisfjarðalistans við ráðningu nýs bæjarstjóra sem staðfest var á bæjarstjórnarfundi í gær vegna skorts á gögnum. Forseti bæjarstjórnar segir minnihlutann hafa fengið sömu gögn og meirihlutann. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gerðu tillögu um ráðningu fyrrverandi forseta bæjarstjórnar.

Lesa meira

„Lykilatriði að sveitarstjórnarfólk setjist saman yfir málin“

Páll Björgvin Guðmundsson, sem í lok júní lét af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar eftir átta ára starf, segir það lykilatriði að sveitarstjórnarfólk á Austurlandi setjist niður og komi sér saman um hvaða baráttumál eigi að vera í forgangi. Núverandi fyrirkomulag á ályktunum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) virðist ekki nógu skilvirkt.

Lesa meira

Vel lukkuð verslunarmannahelgi

Verslunarmannahelgin var með friðsamara móti í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi. Nokkuð var þó um að ökumenn væru teknir fyrir of hraðan akstur.

Lesa meira

Austfirskum bændum heimilt að flytja hey til Noregs

Bændum í fjórum af fimm varnarhólfum á svæðinu milli Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Breiðamerkursandi er heimilt að flytja hey út til Noregs. Þetta eru niðurstöður athugunar Matvælastofnunar.

Lesa meira

Gekk vel að draga vélarvana bát til hafnar

Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Neskaupstað, Hafbjörg, var kölluð út rétt fyrir klukkan fimm í gær á fyrsta forgangi þegar Eyji NK varð vélarvana rétt utan Norðfjarðar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.