Vel lukkuð verslunarmannahelgi

Verslunarmannahelgin var með friðsamara móti í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi. Nokkuð var þó um að ökumenn væru teknir fyrir of hraðan akstur.

„Þetta er ein albesta verslunarmannahelgi sem ég hef upplifað,“ sagði Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Austurfrétt.

Stærsta hátíðin í umdæminu var Neistaflug í Neskaupstað. Jónas sagði hana almennt hafa farið vel fram, nokkur ölvun hefði verið og erill í tengslum við skemmtanahald en engin teljandi vandamál.

Lögreglan hélt uppi öflugu umferðareftirliti um helgina, líkt og áður í sumar. Yfir 70 kærur voru gefnar út eftir helgina vegna umferðarlagabrota, flestar fyrir hraðaakstur.

Sá sem hraðast ók var á 124 km/klst en algegnt var að ökumenn væru á um 110 km hraða. Jónas segir þetta sýna þörfina á öflugu umferðareftirliti sem haldið verði áfram.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.