Ámælisvert að slaka á öryggiskröfum þegar skip eru seld

Rannsóknarnefnd samgönguslysa átelur harðlega að slakað sé á öryggiskröfum þótt skip séu að skipta um eigendur. Þetta er niðurstaða úr rannsókn nefndarinnar á slysi um borð um Barða NK, skipi Síldarvinnslunnar, í fyrrasumar.

Barði NK fór til nýrra eigenda í Rússlandi í júlí í fyrra. Mánuði fyrr slasaðist skipverji þegar 10 metra löng keðja slóst í hann.

Samkvæmt atvikalýsingu í nýlegri skýrslu nefndarinnar varð slysið þar sem skipið var á togveiðum á Halamiðum. Þegar trollið var komið í sjóinn ætlaði skipverjinn að taka öryggiskrókinn úr bakborðshleranum en meðan hann var að því slitnaði togvír þannig að keðja milli vírsins og hlerans slóst í öxl skipverjans. Við það féll skipverjinn niður á þilfarið og slasaðist. Mildi þykir að ekki fór verr, öryggishjálmur skipverjans fór af honum við fallið og slóst keðjan í þilfarið rétt við höfuð hans andartaki síðar.

Við rannsókn kom í ljós að togvírinn var slitinn og augað á vírnum illa farið en þar fór vírinn í sundur. Vírinn var settur í nýr átta mánuðum fyrr en búið var að uppfæra hann og splæsa einu sinni eftir það.

Nefndin telur mjög slæmt viðhald á togvírum og lélegt eftirlit með þeim orsök slysins. Haft er eftir skipstjóra að reglulega hafi verið skipt um togvíra en því hafi verið frestað á þessum tíma þar sem búið var að selja skipið. Sem fyrr segir átelur nefndin það harðlega að slakað sé á öryggiskröfum þótt eigendaskipti séu frágengin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.