Íbúar á Seyðisfirði hvattir til að leita í Sæból

Íbúar sem rýmt hafa hús sín og þurfa nauðsynjar eru hvattir til að leita í Sæból, hús björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Þar bíður aðstoð við að fara inn á svæðið auk nýjustu upplýsinga.

 

Lesa meira

Rýmingin gekk vel

Um fimmtíu manns komu við í fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði eftir að hús við fjórar götur í bænum voru rýmd eftir að tvær aurskriður féllu niður í bæinn í dag.

Lesa meira

Óvissustigi almannavarna lýst á Seyðisfirði

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýsa yfir óvissustigi almannavarna á Seyðisfirði eftir að tvær aurskriður féllu úr Botnum annarsvegar niður í Botnahlíð og á Austurveg.

Lesa meira

Vandaðar persónulegar smitvarnir mikilvægar

„Mikilvægur liður í aðventuhegðun okkar þarf nú að vera vandaðar persónulegar sóttvarnir með því að virða tvo metrana, handþvott, sprittnotkun og grímuburð,“ segir í tilkynningu frá aðgerðarstjórn almannavarna á Austurlandi.

Lesa meira

Svona er umhorfs á Seyðisfirði – Myndir

Aurskriða féll á menningarmiðstöðina Skaftfell á Seyðisfirði og nálæg hús á fjórða tímanum í dag. Önnur skriða féll niður að húsum við Botnahlíð nokkru fyrr. Búið er að rýma íbúabyggð milli Búðarár og Dagmálalækjar.

Lesa meira

Verið að finna fólki næturstað á Seyðisfirði

Aðalheiður Borgþórsdóttir, fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Seyðisfirði, segir Seyðfirðinga búa við óvissu eftir að aurskriður féll úr hlíðum við bæinn sunnanverðan bæinn og niður í byggð. Hún kveðst ekki muna eftir viðlíka rigningartíð þar í desember eins og verið hefur síðustu daga.

Lesa meira

Hættustig í gildi á Seyðisfirði

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands, lýsti um miðnætti yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Fleiri minni skriður féllu í gærkvöldi en beðið er eftir að sjá verksummerki þegar birtir.

Lesa meira

Áætlar að skriðan sé 20-40 metrar á breidd

Erfitt er að meta umfang skriðanna tveggja sem féllu niður í byggð á Seyðisfirði í dag vegna myrkurs og vegur. Sú stærri féll á menningarmiðstöðina Skaftfell og teygir sig alla leið niður á hafnarsvæðið að sögn sjónarvottar.

Lesa meira

Óvissustig á Austfjörðum, skriður líka á Eskifirði

Óvissustig vegna skriðuhættu er nú í gildi á Austfjörðum. Þar hefur rignt mikið síðustu sex sólarhringa og sem dæmi má nefna að uppsöfnuð úrkoma á Seyðisfirði er komin yfir 350 mm. Skriður hafa líka fallið á Eskifirði

 

Lesa meira

Hús rýmd á Seyðisfirði eftir aurskriður

Rýming húsa við Botnahlíð og Austurveg á Seyðisfirði er hafin eftir að aurskriður féllu á Seyðisfirði á fjórða tímanum. Eitthvert tjón hefur orðið á mannvirkjun en ekki á fólki.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar