Gætum að sóttvörnum á Seyðisfirði og Egilsstöðum

„Með vísan til atburða á Seyðisfirði vekur aðgerðastjórn sérstaka áherslu á mikilvægi þess að við gætum í hvívetna að sóttvörnum á svæðinu öllu og ekki síst í kringum þá umferð og vinnu sem er á Seyðisfirði og á Egilsstöðum.“

Lesa meira

Seyðfirðingar fagna þrennum nýburum

Þrjú börn sem eiga foreldra frá Seyðisfirði komu í heiminn í gær. Fréttirnar glöddu Seyðfirðinga sem voru flestir staddir á Egilsstöðum eftir að hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu á föstudag.

Lesa meira

„Fyrir einhverja lukku erum við ekki í lífsbjörgun“

Sífellt kemur betur í ljós hve miklu mátti muna að enn verr færi þegar stór skriða féll úr Botnabrún milli Búðarár og Ljósár á Seyðisfirði á föstudag. Bærinn var rýmdur í kjölfarið en í dag fengu íbúar í hluta hans að snúa heim aftur. Verið er að koma kerfum bæjarins aftur í samt lag.

Lesa meira

Stór fleki sem hangir tæpt

„Í dag hafa sést sprungur sem ganga langt út frá stóru sprungunni. Þar virðist stór fleki hanga mjög tæpt. Skriðan er djúp og hefur skilið eftir sig hvilft í fjallinu.“ segir í skeyti frá Gunnari Gunnarssyni ritstjóra Austurfréttar sem er staddur á Seyðisfirði.

Lesa meira

Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar í dag – Myndir

Rúmur helmingur þeirra íbúa sem yfirgaf heimili sín á Seyðisfirði í kjölfar mikilla skriðufalla á föstudag snéri heim til sín þegar það var heimilt í dag. Áfram er ítarlega fylgst með gangi mála í fjallinu ofan við bæinn.

Lesa meira

Íbúum norðan Fjarðarár heimilt að snúa heim

Öruggt er talið að aflétta rýmingu á Seyðisfirði með öllu norðan Fjarðarár og að hluta austan hennar. Íbúar þurfa að gefa sig fram við veglokun á Fjarðarheiði. Þeir sem ekki geta snúið heim er bent á upplýsingar í fjöldahjálparmiðstöðinni á Egilsstöðum. Óviðkomandi umferð til Seyðisfjarðar er bönnuð.

Lesa meira

Gleymum ekki móttökunum sem við fengum

Um tveir af hverjum þremur íbúum Seyðisfjarðar fengu í dag heimild til að snúa heim aftur. Hjónin Guðjón Harðarson og Hrönn Ólafsdóttir voru meðal þeirra fyrstu sem komu aftur á heimili sín. Þau segja einstaklega vel hafa tekið á móti bæjarbúum sem þurftu allir að yfirgefa bæinn á föstudag eftir aurskriður.

Lesa meira

Rýmingu aflétt á Eskifirði

Rýmingu hefur verið aflétt á Eskifirði en ríflega 160 manns þurftu að yfirgefa heimili sín þar síðdegis föstudags vegna skriðuhættu undir veginum upp í Oddsskarð.

Lesa meira

Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar í dag

Rýmingu verður aflétt á Seyðisfirði norðan Fjarðarár í dag. Íbúar eiga von á tilkynningu um það innan tíðar. Áfram er fylgst grannt með svæðinu ofan austanverðar byggðarinnar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.