Stór fleki sem hangir tæpt

„Í dag hafa sést sprungur sem ganga langt út frá stóru sprungunni. Þar virðist stór fleki hanga mjög tæpt. Skriðan er djúp og hefur skilið eftir sig hvilft í fjallinu.“ segir í skeyti frá Gunnari Gunnarssyni ritstjóra Austurfréttar sem er staddur á Seyðisfirði.

Eftir hádegið var blaðamönnum leyft að fara um norðanverðan fjörðinn en ekki á rýmingarsvæðin, það er yfir brýrnar yfir Fjarðará.

„Starfsmenn Rarik eru á ferli og skoða aðstæður. Bæjarstarfsmenn eru einnig á ferli að skoða aðstæður í kringum Framhúsið sem fór á föstudag.

Bjart yfir og stillt í dag. Varðskipið Týr liggur við ferjubryggjuna,“ segir í skeytinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.