Vonir um að létt verði á rýmingu á Eskifirði

Vonir eru um að hægt verði að létta á rýmingu á Eskifirði, annað hvort að hluta til eða öllu leyti í dag.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar er vitnað í tilkynningu frá lögreglunni sem segir að enn sé unnið að mælingum á Oddsskarðsvegi og staðan endurmetin síðar í dag. Rýming stendur því enn.

Gera má ráð fyrir að niðurstöður mælinga liggi fyrir um klukkan fimm í dag og standa þá vonir til að rýmingu megi aflétta að hluta eða öllu leyti. Næsta tilkynning verður send um klukkan 15. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.