Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar í dag

Rýmingu verður aflétt á Seyðisfirði norðan Fjarðarár í dag. Íbúar eiga von á tilkynningu um það innan tíðar. Áfram er fylgst grannt með svæðinu ofan austanverðar byggðarinnar.

„Við munum aflétta rýmingum á hluta bæjarins í dag og bæjarbúum verður þá leyft að snúa aftur. Þeir sem ekki eru í húsum á rýmingarsvæði komast þá aftur í sín hús. Ég bið þá að fara að engu óðslega, heldur gera þetta í rólegheitunum.

Það var stöðufundur í morgun og ástandið hefur klárlega batnað verulega í fjallinu. Það sést einfaldleg með að horfa upp eftir," segir Jens Hilmarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi.

Gefið verður út kort yfir það svæði sem óhætt verður að koma á en Jens segir það ná eitthvað austur fyrir ána.

Starfsmenn Rarik hafa frá því skriðurnar féllu unnið hörðum höndum að því að koma rafmagni á mikilvægustu staði og hefur það gengið ágætlega. Áfram er unnið að undirbúningi hreinsunarstarfs.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.