Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar í dag – Myndir

Rúmur helmingur þeirra íbúa sem yfirgaf heimili sín á Seyðisfirði í kjölfar mikilla skriðufalla á föstudag snéri heim til sín þegar það var heimilt í dag. Áfram er ítarlega fylgst með gangi mála í fjallinu ofan við bæinn.

Öfugt við það sem tíðkast hefur síðustu daga varð vegurinn þurrari þegar nær dró Seyðisfirði í dag. Snjórinn virtist bæði hafa aukist og farið ívið neðar í fjöllin.

Yfir heiðinni var bjart og þegar komið var niður í fjörðinn mátti sjá gyllta birtu yfir heiðinni. Líkt og í gær var fjörðurinn stilltur og hljóður, fuglar spígsporuðu um bæinn og kvökuðu.

Sprungur út frá skriðunni

Í birtunni sást umfang stóru skriðunnar sem féll á þriðjudag enn betur. En það sást líka að enn verr hefði getað farið, sem og ástæðan fyrir að mjög varlega hefur verið farið í að fara nálægt skriðusvæðinu.

Þar sem skriðan fór af stað hefur myndast hvilft í fjallið. Út frá henni ganga síðan sprungur, hluti þeirra teygja sig í átt að annarri smá skriðu sem farið hefur niður fjallið. Enn ofar má sprungu út frá upptökum skriðunnar. Þessar sprungur munu vera meðal þess sem sérfræðingar Veðurstofunnar eru enn að skoða.

Starfsmenn Rarik unnu við að koma rafmagni á þau svæði í bænum sem enn eru án rafmagns. Í dag var komið rafmagni á frystihúsið sem og svæðið sem húsnæði björgunarsveitarinnar stendur á ásamt fleiri húsum, á milli skriðutungna. Björgunarsveitarmenn á bát í smábátahöfninni horfðu upp í fjall til öryggis meðan starfsmenn Rarik tengdu svæðið. Í bænum var áfram spáð í hvernig staðið verði að hreinsun.

Rúmlega 300 íbúar komnir heim

Eftir hádegi var ákveðið að leyfa íbúum á svæðinu norðan Fjarðarár og á afmörkuðu svæði austan hennar að snúa aftur. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum yfirgáfu alls 581 einstaklingur heimil sitt á föstudag. Af þeim snéru 305 heim.

Enn eru 11 götur með alls 102 húsum rýmd. Þar búa 276 manns. Þeir geta sótt upplýsingar í fjöldahjálparmiðstöðina á Egilsstöðum. Í tilkynningu kemur fram að hundruð Seyðfirðinga hafi sótt aðstoð í hana í dag, svo sem veitingar, fataaðstoð, upplýsingar og sálrænan stuðning. Fjöldahjálpastöð er nú einnig opin í Herðubreið á Seyðisfirði.

Þjónustumiðstöð almannavarna á Seyðisfirði

Fljótlega verður opnuð þjónustumiðstöð almannavarna fyrir íbúa á Seyðisfirði. Samkvæmt lögum um almannavarnir er ríkislögreglustjóra heimilt, þegar hættu ber að garði eða hún um garð gengin, að stofna tímabundið þjónustumiðstöð vegna tiltekinnar hættu eða hættuástands.

Verkefni þjónustumiðstöðvar felast meðal annars í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og hin tiltekna hætta hefur haft önnur bein áhrif á. Auk þess annast þjónustumiðstöðin, í samvinnu við hlutaðeigandi yfirvöld og stofnanir, samskipti við fjölmiðla vegna aðgerða sem gripið er til hverju sinni.

Næsti samráðsfundur almannavarna, viðbragðsaðila, veðurstofu og stofnanna verður klukkan 10 í fyrramálið. Næstu upplýsinga er að vænta að honum loknum. Óviðkomandi umferð til Seyðisfjarðar er áfram óheimil.

Sfk 20201220
Sfk Skrida 20201220 0003 Web
Sfk Skrida 20201220 0006 Web
Sfk Skrida 20201220 0009 Web
Sfk Skrida 20201220 0015 Web
Sfk Skrida 20201220 0017 Web
Sfk Skrida 20201220 0018 Web
Sfk Skrida 20201220 0020 Web
Sfk Skrida 20201220 0022 Web
Sfk Skrida 20201220 0023 Web
Sfk Skrida 20201220 0028 Web
Sfk Skrida 20201220 0031 Web
Sfk Skrida 20201220 0032 Web
Sfk Skrida 20201220 0026 Web
Sfk Skrida 20201220 0033 Web
Sfk Skrida 20201220 0034 Web
Sfk Skrida 20201220 0035 Web
Sfk Skrida 20201220 0036 Web
Sfk Skrida 20201220 0050 Web
Sfk Skrida 20201220 0039 Web
Sfk Skrida 20201220 0040 Web
Sfk Skrida 20201220 0048 Web
Sfk Skrida 20201220 0053 Web
Sfk Skrida 20201220 0059 Web
Sfk Skrida 20201220 0062 Web
Sfk Skrida 20201220 0063 Web
Sfk Skrida 20201220 0070 Web
Sfk Skrida 20201220 0078 Web
Sfk Skrida 20201220 0079 Web
Sfk Skrida 20201220 0084 Web
Sfk Skrida 20201220 0093 Web
Sfk Skrida 20201220 0095 Web
Sfk Skrida 20201220 0101 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.