Neyðarstig áfram í gildi á Seyðisfirði

Neyðarstig verður áfram á Seyðisfirði og hættustig á Eskifirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

 

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Austurlandi funduðu með ofanflóðasérfræðingum Veðurstofu Íslands, aðgerðarstjórn, vettvangsstjórn og fulltrúum mikilvægra innviða og stofnana á Austurlandi nú fyrir hádegi.

Hættustig almannavarna er áfram í gildi með rýmingum á ákveðnu svæði á Eskifirði. Unnið er að mælingum á Oddskarðsvegi og staðan endurmetin síðar í dag.

Fjöldahjálparstöð í Kirkju- og menningarhúsinu að Dalbraut 2 er opin í dag.

Neyðarstig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði með rýmingum. Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands ásamt samstarfsaðilum vinna að frekari mælingum og athugunum á skriðusvæðum á Seyðisfirði. Þar verða skilgreind hættuvæði auk þeirra sem eru talin örugg. Aðgerðarstjórn mun svo í framhaldi ákveða hvernig best sé að framkvæma heimför íbúa á örugg svæði. Stefnt er að því að kynna það skipulag formlega milli klukkan 14 og 15 í dag.

Mynd: Ríkislögreglustjóri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.