Seyðfirðingar fagna þrennum nýburum

Þrjú börn sem eiga foreldra frá Seyðisfirði komu í heiminn í gær. Fréttirnar glöddu Seyðfirðinga sem voru flestir staddir á Egilsstöðum eftir að hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu á föstudag.

Tvö barnanna fæddust í Reykjavík en hið þriðja í Danmörku. Af foreldrapörunum býr eitt þeirra á Seyðisfirði.

Tíðindin af nýburunum gladdi þó Seyðfirðinga mjög á erfiðum tímum. „Þótt þau búi ekki öll hér þá eru þau samt Seyðfirðingar,“ segir Hrönn Ólafsdóttir, íbúi á Seyðisfirði.

„Maður sá hvað öllum fannst þetta yndislegt. Þetta eru gleðitíðindi í þessu öllu saman.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.