Mjög ósátt við verðmat á eign á Seyðisfirði

Eydís Bára Jóhannsdóttir eigandi hússins Landamót á Seyðisfirði er mjög ósátt við verðmatið á húsinu. Húsið er á hættusvæði eftir skriðurnar fyrir síðustu jól og því verður það keypt af Eydísi þar sem hún má ekki búa í því lengur.


Lesa meira

Reikna með að fækki í einangrun á morgun

Fimm manns eru í einangrun á Austurlandi þessa stundina vegna Covid-19 smits sem greindist hjá þeim við komuna til landsins. Smit eins er þó gamalt og verður hann væntanlega frjáls ferða sinna strax á morgun.

Lesa meira

Snjóflóð í Þvottárskriðum

Ófært er um Hvalnes- og Þvottárskriður eftir að snjóflóð féll á veginn í Þvottárskriðum. Vegurinn er því ófær og var skráður svo kortér yfir 14.

Lesa meira

Listi VG í Norðausturkjördæmi staðfestur

Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur staðfest lista sinn í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Óli Halldórsson frá Húsavík skipar fyrsta sætið en fyrrum oddviti, Steingrímur J. Sigfússon, er í heiðurssætinu. Jódís Skúladóttir er efst Austfirðinga, í þriðja sæti.

Lesa meira

Kom með kærastanum og stofnaði danslistarskóla

„Þetta var þannig í upphafi að ég á kærasta frá Vopnafirði og ég flutti hingað með honum enda svolítið hrifin af litlum bæjarfélögum og vil búa á slíkum stað,“ segir Urður Steinunn Önnudóttir Sahr sem stofnaði danslistarskóla sem hún nefnir Valkyrja á Vopnafirði. Skólinn tók til starfa í félagsheimilinu Miklagarði í janúar s.l. og verður starfandi fram á vor.

Lesa meira

Segir unnið að farsælli yfirfærslu en segir ekki hvernig

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir það markmið ráðuneytisins að vel takist til við yfirfærslu reksturs hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar á Eskifirði og Uppsala á Fáskrúðsfirði frá Fjarðabyggð til ríkisins. Ekki fást upplýsingar um hvernig ráðuneytið hyggst tryggja það.

Lesa meira

Fimm í einangrun eystra eftir landamærasmit

Fimm einstaklingar eru í einangrun á Austurlandi eftir að hafa greinst með Covid-19 veiruna. Þeir greindust við komu Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudag.

Lesa meira

Spá hríð og stormi austanlands í dag

Gul veðurviðvörun er í gildi á bæði á Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum í dag. Spáð er hríð og stormi með talsverðri snjókomu.

Lesa meira

Einn skipverji fluttur suður

Einn skipverja af súrálsskipinu Taurus Confidence, sem greinst hafa með Covid-19, var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi í dag eftir að líðan hans versnaði.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.