Ekki fleiri smit greinst í súrálsskipinu

Ekki hafa greinst ný Covid-19 smit í flutningaskipinu Taurus Confidence, sem liggur í Mjóeyrarhöfn, í meira en viku. Sextán Covid-19 smit eru skráð á Austurlandi, allt landamærasmit.

Lesa meira

Hálendishringur á Austurlandi í sigtinu

Byggðaráð Múlaþings hefur samþykkt að legga til við sveitarstjórn að áhersla verði lögð á útvega fjármagn til framkvæmda við Hálendishring á Austurlandi.


Lesa meira

Yfir 600 Austfirðingar fá bóluefni í vikunni

Alls verða 622 skammtar af bóluefni við Covid-19 veirunni verða notaðir á Austurlandi í þessari viku. Lokið verður við að bólusetja nær alla fædda árið 1950.

Lesa meira

Afkoma Fjarðabyggðar jákvæð um 211 milljónir

Á heildina litið er rekstrarafkoma Fjarðabyggðar góð miðað við árferði á síðasta ári. Afkoma ársins hjá samstæðu A og B hluta var jákvæð um 211 milljónir kr. en þar af var afkoma A hluta jákvæð um 52 milljónir kr.

Lesa meira

Andlát: Sveinn Sigurbjarnarson

Sveinn Sigurbjarnarson, bílstjóri og framkvæmdastjóri frá Eskifirði, lést í nótt eftir baráttu við krabbamein. 

Lesa meira

Gullver landaði góðum afla á Seyðisfirði

Síðdegis í gær kom ísfisktogarinn Gullver NS til Seyðisfjarðar með góðan afla að lokinni fimm daga veiðiferð. Aflinn var blandaður samtals 112 tonn þar 44 tonn af ýsu rúmlega 30 tonn af. Þorski.

Lesa meira

Listmálari rekur tattústofu á Eskifirði

Agnes Isabel hefur opnað tattústofu á Eskifirði og hefur töluvert að gera við að tattúvera íbúa þar sem og annarsstaðar að af Austurlandi. Agnes er jafnframt listmálari og hefur stundað fjarnám í myndlist við listaskóla í San Francisco.

Lesa meira

Samið um sorphirðu í Fjarðabyggð

Búið er að skrifa undir samninga vegna sorphirðu í Fjarðabyggð, sem boðin var út nýverið. Alls bárust 24 tilboð í fjóra mismunandi verkþætti. Nýir verktakar taka við verkunum í vikunni.

Lesa meira

Metfjöldi umsókna um menningarstyrki

Metfjöldi umsókna um styrki barst í ár til menningar- og nýsköpunarnefndar Fjarðabyggðar. Fyrir helgina úthlutaði nefndin árlegum styrkjum sínum til menningarmála.  


Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.