Gullver landaði góðum afla á Seyðisfirði

Síðdegis í gær kom ísfisktogarinn Gullver NS til Seyðisfjarðar með góðan afla að lokinni fimm daga veiðiferð. Aflinn var blandaður samtals 112 tonn þar 44 tonn af ýsu rúmlega 30 tonn af. Þorski.

Þetta kemur fram á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar er rætt við Steinþór Þórðarson stýrimann á Gullveri sem segir að vel hafi fiskast þann tíma sem verið var að veiðum en tveir sólarhringar fóru í stím.

„Við vorum að veiðum á Selvogsbankanum og því var drjúg vegalengd fram og til baka. Auk þess gerði kolvitlaust veður á laugardag og það hafði í för með sér 10-11 tíma frátöf frá veiðum. Við fórum upp undir Eyjar í brælunni en sem betur fer stóð hún stutt. Í túrnum vorum við því bara rúma þrjá daga að veiðum þannig að þetta voru yfir 30 tonna dagar hver um sig. Næsti túr verður hér á Austfjarðamiðum enda fáir dagar fram að páskum,“ segir Steinþór.

Löndun hófst úr Gullver strax og hann lagðist að bryggju og hélt skipið til veiða á ný í gærkvöldi.

Mynd: Síldarvinnslan/Ómar Bogason.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar