Sigurjón ráðinn slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar

Sigurjón Valmundsson hefur verið ráðinn nýr slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar. Sigurjón mun hefja störf í byrjun sumars.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að auglýst var eftir umsóknum um starfið þann 19. febrúar sl. og alls bárust fjórar umsóknir um stöðuna:

 

 

Júlíus Albert Albertsson                Slökkviliðsmaður
Gísli Þór Briem                             Framkvæmdastjóri
Sigurjón Valmundsson                  Hjúkrunarfræðingur
Þorsteinn Stefánsson                    Verkefnastjóri

„Að afloknu hæfnismati sem byggði á kröfum til starfsins var ákveðið að ráða Sigurjón Valmundarson.  Hann uppfyllir skilyrði skv. reglugerðnr. 792/2001 um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna og laga nr. 75/2000 um brunamál.

Sigurjón hefur lokið BS gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri, diplómu sem bráðatæknir frá University of Pittsburgh, Center for Emergency Medicine, ásamt því að vera með löggildingu sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður,“ segir á vefsíðunni.

„Hann hefur starfað hjá HSA sem verkefnastjóri fjarheilbrigðisþjónustu frá 2019 en þar áður starfaði hann hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem slökkviliðsmaður og bráðatæknir sem og faglegur stjórnandi á vettvangi. Þá hefur hann unnið að námsefnisgerð og þjálfun starfsmanna í gegnum allan feril sinn hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sem og hér .
Við bjóðum Sigurjón velkominn til starfa.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.