Þreyttir og sælir á heimleið eftir gæslu við gosið

Hópar frá austfirskum björgunarsveitum eru meðal þeirra sem staðið hafa vaktina við eldgosið á Reykjanesi síðustu dagana. Björgunarsveitarmenn frá Vopnafirði enduðu í 14 tíma vakt í gær eftir að ný gossprunga opnaðist.

Lesa meira

Eining fjárfestir í öðrum sæketti

Björgunarsveitin Eining á Breiðdalsvík hefur fjárfest í sínum öðrum sæketti til leitar á sjó og vötnum eftir góða reynslu af fyrri sækettinum.

Lesa meira

Býr til skyr og gríska jógúrt úr geitamjólk í sumar

Þorbjörg Ásbjörnsdóttir, bóndi á Lynghól í Skriðdal, hyggst í sumar setja á markað nýjungar unnar geitamjólk, en um er að ræða bæði skyr og gríska jógurt. Vörumerki Þorbjargar er Geitagott en hingað til hefur hún einbeitt sér að gerð fetaosts undir heitinu Moli.


Lesa meira

Sýnataka á Egilsstöðum um helgina

Þeir Austfirðingar, sem þurfa í sýnatöku vegna mögulegs Covid-19 smits um páskana, geta fengið þá þjónustu á Egilsstöðum á morgun laugardag og mánudag.

Lesa meira

Síldarvinnslan fagnar góðri loðnuvertíð

„Segja má að nýliðin loðnuvertíð hafi gengið eins og í sögu. Alls varð afli íslensku skipanna á vertíðinni 70.726 tonn en 18 íslensk skip lönduðu afla og náðu þau öll sínum kvóta.“

Lesa meira

Skemmdir á Núpi eftir páskastorm

Skemmdir urðu á íbúðarhúsi og hlöðu á bænum Núpi yst í norðanverðum Berufirði í óveðri um helgina. Rúður brotnuðu í húsinu og þakplötur fuku af hlöðunni.

Lesa meira

Fjórir skipverja í súrálskipinu útskrifaðir

Líðan skipverja um borð í súrálsskipinu í Mjóeyrarhöfn þróast í rétta átt. Fjórir af þeim tíu sem smitaðir voru um borð við komu skipsins 20. mars síðastliðinn voru útskrifaðir í morgun. Fimm eru enn í einangrun um borð en vonir standa til að þeir verði útskrifaðir einnig fljótlega.

 

Lesa meira

Fámennt á mótmælum Fellbæinga

Messufall varð á boðuðum mótmælum íbúa í Fellabæjar við skrifstofur sveitarfélagsins Múlaþings í gær.

Lesa meira

Hótel Hallormsstaður er sóttkvíarhótel Austurlands

Hótel Hallormsstaður verður sóttkvíarhótel Austurlands. Þráinn Lárusson eigandi hótelsins segir að hann hafi orðið við óskum Sjúkratrygginga Íslands að láta hótelið í té undir þetta hlutverk.


Lesa meira

Klippikort á móttökustöðvum sorps

Múlaþing hefur kynnt breytt fyrirkomulag á móttökustöðvum sorps á Egilsstöðum og Djúpavogi frá og með deginum í dag, þar sem klippikort, eins og tíðkast hafa á Seyðisfirði, taka nú við af eldra fyrirkomulagi.

Lesa meira

Varað við hríð og stormi austanlands

Gul veðurviðvörun tekur gildi á morgun á Austurlandi að glettingi og Austfjörðum. Spáð er norðvestan hríð og stormi á Austfjörðum


Lesa meira

Mannabein fundust á Vopnafirði

Staðfest hefur verið að bein, sem fundust í fjöru við Vopnafjörð í morgun, eru af manni. Þess verður freistað að bera kennsl á viðkomandi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.