Enginn alvarlega veikur um borð í súrálsskipinu

Ekki hafa greinst fleiri Covid-19 smit um borð í flutningaskipinu Taurus Confidence sem verið hefur í Mjóeyrarhöfn frá því á laugardag. Skipverjar virðast sinna sóttvörnum vel um borð.

Lesa meira

Meiri fjölbreytni þarf í tungumálakennslu

Kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum segir þörf á aukinni fjölbreytni í tungumálakennslu í framhaldsskólum. Ástæða sé til að skoða málin þar sem færri nemendur velji erlend tungumál en áður.

Lesa meira

Skipstjórinn taldi ekki Covid-smit um borð

Skipstjóri flutningaskipsins Taurus Confidence svaraði öllum spurningum um mögulegt Covid-19 smit um borð neitandi í yfirlýsingu sinni til Landhelgisgæslunnar áður en skipið kom til hafnar á Reyðarfirði á laugardag. Umboðsaðili skipsins hérlendis lét hins vegar vita af einkennum.

Lesa meira

Ný vefsíða Vopnafjarðar tilnefnd til verðlauna

Ný vefsíða Vopna­fjarð­ar­hrepps sem var tekinn í notkun í sept­ember s.l. hlaut á föstudag tilnefn­ingu til Íslensku vefverð­laun­anna í flokki opin­berra vefja.

Lesa meira

Hvatt til aukinnar nýtingar orlofsréttar

Fjölskylduráð Múlaþings hvetur foreldra leikskólabarna til þess að gefa börnum sínum tækifæri til að njóta almennrar lengingar orlofsréttar í sumar. Og að nýta sér heimild til aukins gjaldfrjáls sumarleyfis í tengslum við sumarlokun leikskólanna.


Lesa meira

Íbúar í Breiðabliki hafa áhyggjur af myglu

Íbúar í Breiðabliki, íbúðum aldraðra í Neskaupstað, hafa áhyggjur af myglu í húsinu. Föndursalur í húsinu var lokaður af eftir að starfsfólk fann fyrir óþægindum þar. Bæjaryfirvöld undirbúa heildarúttekt á húsinu.

Lesa meira

Svipa besta mjólkurkýrin

Kýrin Svipa á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu mjólkaði mest austfirskra kúa á síðasta ári. Meðalnyt eftir hverja kú voru mest á Austurlandi.

Lesa meira

Tveir í einangrun í Norrænu

Tveir farþegar Norrænu, sem væntanleg er til Seyðisfjarðar í fyrramálið, eru í einangrun um borð eftir að hafa greinst með Covid-19 smit.

Lesa meira

Enskur kökugerðarmeistari bakar fyrir Vopnfirðinga

„Vopnfirðingar eru mjög vinsamlegt fólk í umgengni og það var það sem kom mér helst á óvart. Það kom mér líka á óvart hve þetta er fallegur staður,“ segir Louise Chouhan, enskur kokkur og kökugerðarmeistari (conditore), sem sest hefur að á Vopnafirði. Hún vinnur sem stendur í sjoppunni, Öldunni, en hefur tekið að sér að baka kökur fyrir vini sína á staðnum.

Lesa meira

Brasilíska afbrigðið staðfest í súrálsskipinu

Staðfest hefur verið að allir skipverjarnir sem greinst hafa með Covid-19 veiruna um borð í flutningaskipinu Taurus Confidence, sem er í Mjóeyrarhöfn, eru með brasilíska afbrigði veirunnar. Enginn er alvarlega veikur þar enn.

Lesa meira

Búið að bóluseta yfir 12%

Meira en 12% Austfirðinga hafa nú fengið bólusetningu að einhverju leyti gegn Covid-19 veirunni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.