Framkvæmdir en ekki fótbolti á Garðarsvelli í maí?

Gert er ráð fyrir að hefja framkvæmdir við íbúðabyggð á knattspyrnuvellinum á Seyðisfirði í maí, gangi vinna við deiliskipulag eftir. Skipulagsmál í firðinum hafa verið í endurskoðun eftir skriðuföllin í desember.

Lesa meira

Starfsfólk hjúkrunarheimila heldur kjörum og réttindum

Náðst hefur samkomulag um að starfsfólk hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar á Eskifirði og Uppsala á Fáskrúðsfirði verði boðið að halda áfram störfum á sömu kjörum og áður, með óskert réttindi, þegar Heilbrigðisstofnun Austurlands tekur við rekstri þeirra af sveitarfélaginu Fjarðabyggð 1. maí.

Lesa meira

Veiða má 9.040 tonn af grásleppu

Hafrannsóknastofnunar ráðleggur að veiðar á grásleppu fiskveiðiárið 2020/2021 verði að hámarki  9040 tonn. Er það um 74% hækkun milli ára.

 

Lesa meira

Aprílgabb: Fljótsdælingar falast eftir Fellabæ

Þreifingar eru hafnar milli Fljótsdalshrepps og sveitarfélagsins Múlaþing um að Fellabær verði hluti af fyrrnefnda sveitarfélaginu. Fellbæingar hafa boðað til mótmæla vegna málsins í dag.

Lesa meira

Sextán skráðir í einangrun á Austurlandi

Sextán eru nú skráðir í einangrun á Austurlandi vegna COVID smits. Í öllum tilvikum er um smit á landamærum að ræða. Tíu þessara skráninga tengjast súrálsskipi er liggur við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði, en þau voru áður skráð sem „óstaðsett“ á covid.is. Þá tengjast fimm þeirra Norrænu frá komu hennar í síðustu viku og eitt Keflavíkurflugvelli. Að mati aðgerðastjórnar er ekki ástæða til að ætla dreifingu smita vegna þessa innan fjórðungsins.

Lesa meira

Varnarmannvirki eiga að vernda svæðið næst Búðará

Litlar breytingar eru á áhættumati vegna ofanflóða á svæðinu næst Búðará á Seyðisfirði samkvæmt drögum að endurskoðuðu mati. Þær varnir sem byggðar hafa verið upp á svæðinu síðustu vikur virðast veita talsverða vörn.

Lesa meira

Þurrka þarf upp tjörnina í Botnum

Tjörnin í Botnum, ofan sunnanverðs Seyðisfjarðar, heyrir fljótt sögunni til vegna varnaraðgerða gegn skriðuföllum. Þær varnir sem þegar eru komnar virðast skipta miklu máli. Munabjörgun af skriðusvæðinu er nú lokið.

Lesa meira

Grunn- og tónlistarskólar opnaðir eftir páska

Grunn- og tónlistarskólar á Austurlandi munu verða opnaðir fyrir staðnám eftir páskana. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð sem heilbrigðisráðherra hefur gefið út.


Lesa meira

Listakona frá Portúgal sest að á Djúpavogi

„Við hjónin erum bæði að læra íslensku í augnablikinu enda höfum við hugsað okkur að búa hér áfram,“ segir Dileydi Florez, myndlistarkona frá Portúgal, sem sest hefur að á Djúpavogi ásamt eiginmanni sínum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.