Veiða má 9.040 tonn af grásleppu

Hafrannsóknastofnunar ráðleggur að veiðar á grásleppu fiskveiðiárið 2020/2021 verði að hámarki  9040 tonn. Er það um 74% hækkun milli ára.

 

Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar. Þar segir að ráðgjöfin byggi að mestu á stofnvístölu úr stofnmælingu botnfiska í mars 2021 en hún var sú hæsta frá upphafi mælinga 1985. Stofnvísitölur hrognkelsa sveiflast milli ára sem endurspeglar að hluta til óvissu í mælingunum. Vegna þessa vegur stofnvísitala sama árs 70% á móti 30% vægi vísitölu fyrra árs við útreikning ráðlagðs hámarksafla.

Hafrannsóknastofnun leggur jafnframt til að upphafsaflamark fiskveiðiárið 2021/2022 verði 3174 tonn.

Mynd: hafogvatn.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.