Yfir 600 Austfirðingar fá bóluefni í vikunni

Alls verða 622 skammtar af bóluefni við Covid-19 veirunni verða notaðir á Austurlandi í þessari viku. Lokið verður við að bólusetja nær alla fædda árið 1950.

Alls fá 451 einstaklingur bóluefni frá AstraZeneca, sem í byrjun síðustu viku var byrjað að gefa fólki yfir sjötugu.

Í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði verður 231 einstaklinugr bólusettur og 220 á Fljótsdalshéraði. Allir eru að fá sinn fyrri skammt af bóluefninu.

Þá fá 18 íbúar í norðanverðri Fjarðabyggð og 24 á Héraði bóluefni Pfizer/BioNTech auk 78 íbúa á Suðurfjörðum. Þar er um að ræða seinni skammt.

Með þessu næst að hefja bólusetningu nær allra íbúa fjórðungsins sem fæddir eru árið 1950 eða fyrr. Þá bólusetning þeirra sem fæddir eru árið 1951 hafin í sumum byggðalögum. Henni lýkur í næstu viku. Þá verður byrjað að kalla inn íbúa með undirliggjandi sjúkdóma og þá sem nota líftæknilyf.

Bólusetningin hófst í gær og lýkur í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.