Ekki fleiri smit greinst í súrálsskipinu

Ekki hafa greinst ný Covid-19 smit í flutningaskipinu Taurus Confidence, sem liggur í Mjóeyrarhöfn, í meira en viku. Sextán Covid-19 smit eru skráð á Austurlandi, allt landamærasmit.

Tíu af þessum sextán eru skipverjar á Taurus Confidence. Einn þeirra var fluttur á sunnudag fluttur með sjúkraflugi á Landsspítalann. Samkvæmt tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarnanefndar Austurlands er líðan hans stöðug og enginn annar skipverji alvarlega veikur, en vel er fylgst með ástandi þeirra.

Níu skipverjar hafa ekki greinst með veiruna. Sýni var tekið úr þeim í þriðja sinn í gær og reyndist það neikvætt líkt og fyrr. Smitvarnir, sem settar voru upp um borð við komuna til Reyðarfjarðar, virðast halda vel.

Hin smitin sex, sem skráð eru á Covid.is, greindust öll á landamærunum. Fimm greindust við komu Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir viku og eitt á Keflavíkurflugvelli. Er um að ræða einstaklinga úr vinnuhópi sem dvelst á afskekktum stað eystra. Aðgerðastjórnin telur ekki ástæðu til að óttast dreifingu veirunnar frá þessum smitum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.