Fimm í einangrun eystra eftir landamærasmit

Fimm einstaklingar eru í einangrun á Austurlandi eftir að hafa greinst með Covid-19 veiruna. Þeir greindust við komu Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudag.

Um borð í ferjunni var 25 manna hópur á leið til vinnu hér á landi. Tveir þeirra greindust með smit við skimun í Hirtshals í Danmörku og voru þeir einangraðir í ferjunni.

Við komuna var sýni tekið úr þeim og reyndist annar þeirra með gamalt smit. Hann er því laus ferða sinna en félagi hans er í einangrun.

Að auki reyndust fjórir úr hópnum til viðbótar smitaðir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi. Þeir eru í einangrun og aðrir úr hópnum í sóttkví. Ekki er talin hætta á að veiran geti breiðst út frá hópnum.

Enn eru tíu skipverjar á súrálsskipinu Taurus Confidence veikir og í einangrun um borð. Líðan þeirra hefur ekki breyst síðustu daga en vel er fylgst með þeim.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.