Spá hríð og stormi austanlands í dag

Gul veðurviðvörun er í gildi á bæði á Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum í dag. Spáð er hríð og stormi með talsverðri snjókomu.

Á vefsíðu Veðurstofunnar segir að á Austurlandi er spáð norðaustan hríðarveðri og stendur viðvörnunin til kl. 15 í dag. Spáin gerir ráð fyrir hvassviðri með vindhraða á bilinu 15 - 20 m/s. Búist er við talsverðri snjókomu með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Á Austfjörðum tekur viðvörunin gildi kl. 14 í dag og stendur til kl. 23. Þar er spáð stormi eða norðvestan 15-23 m/s með staðbundnar vindhviður um og yfir 35 m/s, einkum sunnantil. Ökumenn aki varlega, einkum ef ökutækin verða óstöðug í hvössum vindum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.