Grænt ljós á sumarhúsahverfi i Úlfsstaðaskógi

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hefur samþykkt að við gerð aðalskipulags Múlaþings verði tekið tillit til áforma um nýtt sumarhúsahverfi í Úlfsstaðaskógi.

Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Á fundi ráðsins í vikunni kom fram að fyrir liggur erindi dagsett 13.11.2019 sem varðar nýtt sumarhúsahverfi í Úlfsstaðaskógi.

„Fram kemur að óskað sé eftir því að tekið verði tillit til slíkra áforma við endurskoðun aðalskipulags sem þá var í farvatninu. Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem landbúnaðarsvæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi og ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu,“ segir í bókun frá fundinum.

„Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að við gerð aðalskipulags Múlaþings verði tekið tillit til áforma um nýtt sumarhúsahverfi í Úlfsstaðaskógi. Ráðið heimilar einnig að unnin verði sérstök breyting á aðalskipulagi samhliða gerð deiliskipulags, óski landeigandi eftir því,“ segir í samþykkt ráðsins.

„Málinu er vísað sveitarstjórnar Múlaþings til afgreiðslu hvað varðar aðalskipulag og til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu hvað varðar deiliskipulag.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.