Listi VG í Norðausturkjördæmi staðfestur

Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur staðfest lista sinn í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Óli Halldórsson frá Húsavík skipar fyrsta sætið en fyrrum oddviti, Steingrímur J. Sigfússon, er í heiðurssætinu. Jódís Skúladóttir er efst Austfirðinga, í þriðja sæti.

„Þetta er sterkur listi hjá okkur í VG í Norðausturkjördæmi sem var samþykktur á dögunum. Það var margt fólk viljugt til að taka þátt og eiga sæti á listanum og líka mikil þátttaka í lýðræðislegu forvali um efstu sætin í febrúar.

Mér finnst hafa tekist afar vel til við að raða á listann öflugu fólki úr ólíkum áttum. Í öllum sínum fjölbreytileika er þessi hópur samstíga um meginerindi VG, meðal annars um velferðarsamfélag, jöfnuð og náttúruvernd. Ég hlakka mikið til framhaldsins,“ er haft eftir Óla í viðtalinu.

Framboðið stóð fyrir forvali um miðjan febrúar. Listinn var síðan samþykktur af kjördæmisráði.

Listinn er svohljóðandi:

1. Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi VG, Húsavík
2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði
3. Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi VG, Múlaþingi
4. Kári Gautason, sérfræðingur, Reykjavík
5. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi, Akureyri
6. Helga Margrét Jóhannesdóttir, nemi, Eyjafjarðarsveit
7. Ingibjörg Þórðardóttir, kennari, Neskaupstað
8. Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, bóndi og sveitarstjórnarmaður, Öndólfsstöðum
9. Ásrún Ýr Gestsdóttir, nemi, Akureyri
10. Einar Gauti Helgason, matreiðslumeistari, Akureyri
11. Cecil Haraldsson, fv. sóknarprestur, Seyðisfirði
12. Angantýr Ómar Ásgeirsson, nemi, Akureyri
13. Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdarstjóri MAK, Akureyri
14. Andri Viðar Víglundsson, sjómaður, Ólafsfirði
15. Katarzyna Maria Cieslukowska, starfsmaður í heimahjúkrun, Húsavík
16. Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, doktorsnemi, Þórshöfn
17. Kristján Eldjárn, byggingafræðingur, Svarfaðardal
18. Anna Czeczko, grunnskólaleiðbeinandi, Djúpavogi
19. Svavar Pétur Eysteinsson, menningarbóndi, Karlsstöðum
20. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.