Austfirskur fréttaannáll 2013 - Ágúst

Article Index

mygluhus vidgerd 0002 webÁgúst:

Íbúi á Seyðisfirði réðist inn á heimili lögreglumanns og hótaði heimilisfólki þar lífláti. Á Egilsstöðum var leitað að brennuvargi sem kveikt hafði í þremur bílum.

Verktakar við gerð Norðfjarðarganga fóru að koma sér fyrir á Eskifirði og byrjað var að gera vegslóða að væntanlegum göngum Norðfjarðarmegin.

Þórunn Anna María Sigurðardóttir, frá Skipalæk í Fellum, lét ekki aldurinn á sig fá heldur klifraði á hæsta tind Dyrfjalla, ríflega áttræð að aldri.

Viðgerðir hófust á mygluhúsum sem ÍAV reisti á Egilsstöðum og Reyðarfirði en samkomulag um skiptingu ábyrgðarinnar milli hönnuða, verktaka, tryggingarfélaga og þeirra sem lögðu til efnið náðist um vorið. Illa gekk að fá austfirska iðnaðarmenn í verkið.

Aðalmeðferð fór fram í morðmálinu fyrir héraðsdómi Austurlands. Friðrik Brynjar Friðriksson hélt fram sakleysi sínu en sérfræðingar lögreglu hröktu flest sem fram kom í hans framburði. Fresta varð aðalmeðferðinni eftir tungumálaörðugleika við skýrslugjöf þýsks meinafræðings í gegnum síma.

Frá viðgerð í Votahvammi. Mynd: GG

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.