Austfirskur fréttaannáll 2013 - September
Article Index
Page 10 of 13

Sláturfélag Austurlands var úrskurðað gjaldþrota. Félagið hafði opnað kjöt- og fiskbúð á Egilsstöðum í maí.
Ferðamenn leituðu skjóls með tárin í augunum á Djúpavogi eftir krappa lægð. Miklar tafir urðu á flugi og fjárskaði hjá bændum þar sem mikil ofankoma fylgdi hvassviðrinu og náði heim að húsum. Dæmi munu hafa verið um að kindur hafi hreinlega fokið fyrir björg.
Á Eiðum var 100 ára afmæli Eiðaskóla fagnað og í Fjarðabyggð undirbúnar tökur á breskum sjónvarpsþáttum.
Austfirskir íþróttamenn uppskáru vel. Fjarðabyggð sigraði í þriðju deild karla í knattspyrnu og Huginn fylgdi með upp í aðra deild. Einherji vann þriðju deildina og Ólafur Bragi Jónsson varð heimsmeistari í torfæru. Þjálfaraskipti Hattar skiluðu litlu og liðið féll.
Malbik flagnaði af veginum í Hamarsfirði í aftakaveðri. Mynd: Ólafur Björnsson