Austfirskur fréttaannáll 2013 - Apríl

Article Index

blak throttur hk meistarar 06042013 0307 webApríl:

Sá sogaratburður átti sér stað að þriggja ára stúlka, Lilja Rán Björnsdóttir, lést í fjórhjólaslysi í Breiðdal. Safnað var fyrir fjölskyldu hennar. Minningarsjóður var stofnaður í hennar nafni og úthlutað úr honum í fyrsta sinn skömmu fyrir jól.

Þróttur Neskaupstað fagnaði Íslandsmeistaratitli í blaki kvenna eftir oddaleik um titilinn við HK. Síðasti leikurinn fór fram fyrir fullu húsi í Neskaupstað. Liðið varð einnig deildarmeistari en tapaði bikarúrslitaleiknum í vor.

Fréttir bárust af því að Lagarfljótið væri „dautt." Rannsóknir sýndu fram á mikla fækkun fiska og fugla við fljótið í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar.

Eftir langa baráttu tóku Vopnfirðingar við rekstri hjúkrunarheimilisins Sundabúðar. Austfirsku lögregluembættin kvörtuðu undan fjárskorti og að varla væri hægt að sinna almennilegri löggæslu í fjórðungnum.

Mánuðurinn var annars undirlagður af kosningabaráttunni. Heilbrigðis- og samgöngumál voru ofarlega í umræðunni. Skuldaleiðréttingar, líkt og annars staðar, en Framsóknarflokkurinn fékk fjóra þingmenn í Norðausturkjördæmi.

Framboðsfundur Sjálfstæðismanna á Egilsstöðum vakti mikla athygli fyrir harða vörn oddvitans í kjördæminu, Kristjáns Þórs Júlíussonar, fyrir formanninn Bjarna Benediktsson. Kristján sagði þar meðal annars að hvar sem fundað væri vildu menn ræða Bjarna og hans stöðu. Því yrði flokkurinn að breyta.

Þróttarstúlkur fagna Íslandsmeistaratitlinum. Mynd: GG

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.