Austfirskur fréttaannáll 2013 - Mars
Article Index
Page 4 of 13

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, var kýldur í andlitið á Góublóti í Brúarási. Árásarmaðurinn sá fljótt að sér og baðst afsökunar. Kjaftshöggið virtist lítið fá á Sigmund sem flutti lögheimili sitt að Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð. Leikkonan Saga Garðarsdóttir reyndi síðar að fara heim til hans til að afhenda honum bréf en mun ekki hafa komist lengra en í Fáskrúðsfjörð.
Ófært var á Fjarðarheiði. Ungmennum á leið í Egilsstaði var illa brugðið þegar bíllinn sem þau voru í snérist í hálfhring þegar snjóplógurinn keyrði aftan á þau.
Menningarmiðstöðin Skaftfell fékk Eyrarrósina, sem er viðurkenning afhent framúrskarandi menningarverkefnum á landsbyggðinni. Austfirðingar tóku sig saman og stofnuðu samtök fólks í skapandi greinum.
Einar Rafn Haraldsson tilkynnti um að hann myndi hætta sem framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Kristín Albertsdóttir kom í hans stað.
Höttur komst í úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik.
Í blindbyl á Fjarðarheiði. Mynd: Ingibjörg Lárusdóttir