Orkumálinn 2024

Austfirskur fréttaannáll 2013 - Október

Article Index

forseti faskrudsfjordur 0036 webOktóber:

Héraðsdómur Austurlands dæmdi unga konu á Egilsstöðum fyrir meiðyrði á Facebook gegn Agli Einarssyni, Gillzenegger. Sólarhring tók að safna fyrir 900.000 króna refsingu og sakarkostnaði sem hún var dæmd til að greiða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi síðar ummæli annarrar stúlku af svipuðum toga ómerk en gerði henni ekki refsingu. Lagasérfræðingar sem Austurfrétt ræddi við bentu á að ekki væri nýtt að dómstólar túlkuðu lögin á ólíkan hátt.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti Fjarðabyggð. Hann heimsótti skóla, gaf sér góðan tíma til að ræða við nemendur, veitti efnilegu fólki viðurkenningar og talaði um málefni Norðurslóða.

Tuttugu stiga hiti mældist þann 10. október. Annan dag í mánuðinum ferjuðu björgunarsveitir 300 manns úr rútum af Fjarðarheiði.

Barkabólgan sem greindist haustið 2012 á Egilsstaðabúinu var talin upprætt án þess að slátra þyrfti öllum gripum. Ekki er enn ljóst hvernig veikin barst þangað.

Nýr vegur var formlega opnaður til Vopnafjarðar og 100 milljóna viðsnúningur á rekstri Seyðisfjarðarkaupstaðar vakti mikla athygli.

Fljótsdalshérað keypti reiðhöllina á Iðavöllum á uppboði. Meirihluti bæjarstjórnar sat hjá þegar samningurinn var staðfestur.

Gamla frystihúsinu á Reyðarfirði var breytt í veislusal fyrir fjölsótt karlakvöld. Hreyfivika á Fljótsdalshéraði hlaut alþjóðlega viðurkenningu og menningarsamningur Austurlands þótti skara fram úr öðrum.

Friðrik Brynjar Friðriksson var dæmdur til 16 ára fangelsisvistar fyrir morðið á Karli Jónssyni. Hann taldist ekki eiga sér neinar málsbætur.

Forsetinn í heimsókn í skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði. Mynd: GG

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.