Austfirskur fréttaannáll 2013 - Maí

Article Index

bonusblokk 06052013 0052 webMaí:

Lið Fjarðabyggðar fagnaði sigri í spurningakeppninni Útsvari í sjónvarpinu en Reykvíkingar voru mótherjarnir í úrslitakeppninni.

Aðalverktaka við nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði var vikið frá verkinu eftir langan vandræðagang og skuldir við undirverktaka. Verkið var orðið vel á eftir áætlun.

Vandræði voru með vatnabúskap við Kárahnjúkavirkjun og í álverinu á Reyðarfirði voru undirbúnar aðgerðir ef draga þyrfti úr framleiðslu vegna skorts á rafmagni.

Elvar Jónsson var skipaður skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands. Þórður Júlíusson, sem var settur skólastjóri um veturinn, vakti mikla lukku með að taka að sér hlutverk í uppfærslu leikfélags nemenda á leikverkinu Grease.

Austfirðingar voru slegnir þegar fréttir bárust af því að karlmaður hefði látist með voveiflegum hætti í íbúð sinni í fjölbýlishúsi á Egilsstöðum. Um leið var það staðfest að lögreglan væri með í haldi karlmann á þrítugsaldri grunaðan um verknaðinn. Sá látni var Karl Jónsson, frá Galtastöðum fram en Friðrik Brynjar Friðriksson sat í haldi grunaður um verknaðinn.

Hallveig Guðjónsdóttir frá Heiðarseli gaf út sínu þriðju ljóðabók, 90 ára að aldri. Sögur og ljóð sem endurspegluðu uppvöxt hennar í Jökuldalsheiði voru áberandi í bókinni.

Frá morðrannsókinni á Egilsstöðum. Mynd: GG

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.