Austfirskur fréttaannáll 2013 - Júní
Article Index
Page 7 of 13

Eftir harðan vetur komu mikil hlýindi. Ár margfölduðust að stærð og á Vopnafirði var björgunarsveitin meðal annars send í að bjarga skít. Lagarfljótið flæddu um allt í Héraðsbúa og óttast var að jökulvatni myndi drepa fiska í ferskvatnsám.
Fleiri afleiðingar vetrarins komu í ljós. Kalskemmdir ollu milljóna tjóni á túnum bænda.
Seyðfirðingar héldu mikla hátíð í tilefni 100 ára afmælis íþróttafélagsins Hugins. Þeir stóðu fyrir atburði í hverjum mánuði ársins af því tilefni. Í Neskaupstað var haldið upp á 90 ára afmæli Þróttar.
Austfirðingum var boðið að skoða skip. Annars vegar kom skólaskúta franska sjóhersins til Fáskrúðsfjarðar, hins vegar bauð skipstjórinn heim í Norrænu á Seyðisfirði.
Í ferð forseta Íslands til Þýskalands var hulunni svipt af samstarfi Bremenports við sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhrepp um mögulega stórskipahöfn í Finnafirði.
Ný rafvædd fiskimjölsverksmiðja Eskju var gangsett á Eskifirði.
Lagarfljótið flæðir við Héraðsflóa. Mynd: GG