Páll og Heimir taka við Fjarðabyggð

Samkvæmt heimildum Austurgluggans verða Heimir Þorsteinsson og Páll Guðlaugsson kynntir sem nýir þjálfarar Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar í dag. Nýr þjálfari og samningar við leikmenn eru efni blaðamannafundar sem félagið hefur boðað til síðdegis.

 

Lesa meira

BT á Egilsstöðum lokar

Unnið er að því að pakka saman í verslun BT á Egilsstöðum. Henni var lokað vegna gjaldþrots eigenda fyrir nokkru, en nú eru Hagar búnir að kaupa verslunarkeðjuna og loka nokkrum verslananna, þar á meðal á Egilsstöðum.

Lesa meira

Diddú og Egill í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð

Kirkju- og menningarmiðstöðin í Fjarðabyggð býður Austfirðingum á glæsilega tónleika um næstu helgi. Marka þeir upphaf aðventunnar og ættu að koma fólki í rétta skapið fyrir aðdraganda jóla. Kór Fjarðabyggðar heldur þá sína árlegu aðventutónleika og hefjast þeir í menningarmiðstöðinni á Eskifirði kl. 16.

didd_siasta_lag_fyrir_svistvarp.jpg

Lesa meira

Hátíð skáldsins í Breiðdal

Efnt er til hátíðar í Breiðdal í dag sunnudag, vegna útkomu nýrrar bókar Guðjóns Sveinssonar, Litir og ljóð úr Breiðdal. Auk skáldsins sjálfs og Páls Baldurssonar sveitarstjóra Breiðdælinga, mun Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur stíga á stokk og fjalla um bókina.
imgp1969.jpg

Lesa meira

Lesið úr Biblíunni sleitulaust í alla nótt

Um tuttugu ungmenni á Fljótsdalshéraði hófu maraþonlestur úr Biblíunni um kl. 20 í kvöld og ætla að lesa sleitulaust uns bjarmar af morgni, eða til kl. 08 í fyrramálið. Þau eru í kristilega æskulýðshópnum Bíbí og söfnuðu áheitum fyrir lesturinn, en ætlunin er að verja því fé sem safnast til að hitta jafnaldra í æskulýðsstarfi á Vopnafirði.

bibliulestur1.jpg

Lesa meira

Fleiri telja álver jákvæð fyrir íslenskt efnahagslíf

Rúmlega 78 prósent landsmanna telja að álver hafi frekar eða mjög jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Rúmlega átta prósent telja áhrifin frekar eða mjög neikvæð. Þetta kemur fram í  niðurstöðum landskönnunar sem Capacent Gallup gerði nýlega fyrir Alcoa Fjarðaál.
2008_02_rodmill_2_small.jpg

Lesa meira

Hægir á uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs

Sýnt er að hægja muni umtalsvert á uppbyggingu í nýjum Vatnajökulsþjóðgarði vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Nú hefur til dæmis verið ákveðið að fresta byggingu þjóðgarðsgestastofu á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Byrja átti á byggingunni í haust.

gjli2l1d.jpg

 

Lesa meira

Pólskir dagar á Reyðarfirði

Pólskir dagar verða haldnir á Reyðarfirði um helgina með fjölbreyttri hátíðardagskrá í Grunnskóla Reyðarfjarðar og Fjarðabyggðarhöllinni. Aðaldriffjöður hátíðarinnar er ung pólsk kona af nafni Beata Marczak, starfsmaður eins af undirverktökum Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.

polskir_dagar.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.