Gríðarmikið gagnamagn í Breiðdalssetri

Síðustu vikur hefur verið unnið í því að flokka og greina gögn breska jarðfræðingsins George P. L. Walker í Breiðdalssetrinu á Breiðdalsvík.  Um er að ræða meðal annars gríðalegt magn af ljós- og slidesmyndum (u.þ.b 20.000 þúsund) víðs vegar að úr heiminum.

 breidalssetur.jpg

Síðasta haust afhentu ekkja og dóttir Walkers Breiðdælingum með formlegum hætti gríðalegt magn af gögnum eða rúmlega 2 tonn. Í þessu safni eru til dæmis myndir, bréf, skýrslur, dagbækur og fjöldinn allur af jarðlagakortum sem liggja eftir þennan virta jarðfræðing sem vann lengi við að kortleggja og rannsaka jarðlögin á Íslandi.

 

Þegar er byrjað að færa þessar viðamiklu heimildir yfir á stafrænt form.  Hver einasta mynd var nákvæmlega skráð af hendi Walkers, þ.e. staðsetning, dagur og tími, tegund myndavélar og filmu, og síðan ekki síst af hverju myndin er.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.