Ævintýrið 1939

70 ár frá byggingu Gunnarshúss á Skriðuklaustri: 

Í dag, 1. maí, verður opnuð sýning á Skriðuklaustri í tilefni 70 ára frá byggingu hins einstæða húss Gunnars Gunnarssonar skálds. Á sýningunni er í máli og myndum sagt frá þessu ótrúlega ævintýri 1939 þar sem hátt í hundrað manns unnu sex daga vikunnar frá vori og fram að jólum við að reisa stórhýsið.

imageriuklaustur.jpg

 

 

Rannsóknir fræðimanna við undirbúning sýningarinnar hafa leitt ýmislegt nýtt í ljós. Meðal annars er sýnd teikning sem Gunnar og Jóhann Fr. Kristjánsson gerðu að íbúðarhúsi áður en góðvinur Gunnars, þýski arkitektinn Fritz Höger, bauðst til að teikna herragarðinn. Þá er á sýningunni fjallað um sögusögnina um að sami arkitekt sé að húsinu og Arnarhreiðrinu.

 

Vegna sýningarinnar er búið að vinna líkan sem sýnir herragarðinn í heild sinni eins og hann átti að verða með öllum útihúsum. Teikningar eru til af stóru heildarmyndinni og er grunnflötur þeirra bygginga sem aldrei risu yfir 2000 fermetrar.

 

ÆVINTÝRIÐ 1939 er aðalsumarsýning Gunnarsstofnunar og stendur fram á haust. Með opnun hennar hefst sumaropnun á Skriðuklaustri. Frá og með 1. maí er opið á Skriðuklaustri alla daga kl. 12-17 og 1. júní lengist opnunartíminn í kl. 10-18.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.