Öflugur fimmti flokkur á Fjarðaálsmóti

Í gær fór fram Fjarðaálsmót í 5. flokki drengja og stúlkna. Mótið fór hið besta fram og stóðu allir sig með sóma; keppendur, þjálfarar, dómarar og áhorfendur. Fjórði flokkur drengja og stúlkna keppir í dag.

219082_63_preview.jpg

Í 5. flokki stúlkna voru fjögur A-lið; tvö frá KA, Fjarðabyggð og Sindri.  Keppnin var æsispennadi og fór svo að KA2 sigraði, KA1 varð í öðru og Fjarðabyggð í þriðja sæti.

Í 5. flokki B voru 3 lið og þar fóru leikar svo að Fjarðabyggð og Sindri urðu jöfn í fyrsta sæti með jafnmörg stig og sama markamun, en Fjarðabyggð fékk gullið á fleiri mörkum skoruðum.  KA fékk síðan bronsið.

Fjögur lið léku í A-liðum í 5. flokki flokki drengja; tvö lið frá Fjarðabyggð, Höttur og Sindri.  Leikar fóru þannig að Leiknisstrákar fengu gull og silfur og Höttur nældi í bronsið.

Í B-liða keppnina voru skráð 5 lið; UMFL Þórshöfn, Neisti, Höttur og tvö frá Fjarðabyggð.  Neisti sigraði nokkuð örugglega, UMFL varð í öðru og Höttur þriðja.

Strákar úr 2. og 3. flokki Fjarðabyggðar dæmdu alla leikina og stóðu sig eins og hetjur.

 

Frétt af vefnum www.leiknirfaskrudsfirdi.123.is/

 

 

Í dag er síðan komið að 4. flokki stúlkna og drengja. Leikið verður í 11 manna liðum hjá báðum kynjum. Fjögur stúlknalið mæta, tvö þeirra úr Fjarðabyggð og svo Höttur og Sindri. Hjá strákunum er keppt í A- og B-liðum og þar eru skráð 7 lið. Fjarðabyggð, KS, Höttur og Völsungur keppa í flokki A-liða og Fjarðabyggð, Völsungur og Sindri í flokki B-liða. Mótið hefst klukkan 10 og áætluð mótslok eru klukkan 18:30.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.