Öflugur fimmti flokkur á Fjarðaálsmóti

Í gær fór fram Fjarðaálsmót í 5. flokki drengja og stúlkna. Mótið fór hið besta fram og stóðu allir sig með sóma; keppendur, þjálfarar, dómarar og áhorfendur. Fjórði flokkur drengja og stúlkna keppir í dag.

219082_63_preview.jpg

Í 5. flokki stúlkna voru fjögur A-lið; tvö frá KA, Fjarðabyggð og Sindri.  Keppnin var æsispennadi og fór svo að KA2 sigraði, KA1 varð í öðru og Fjarðabyggð í þriðja sæti.

Í 5. flokki B voru 3 lið og þar fóru leikar svo að Fjarðabyggð og Sindri urðu jöfn í fyrsta sæti með jafnmörg stig og sama markamun, en Fjarðabyggð fékk gullið á fleiri mörkum skoruðum.  KA fékk síðan bronsið.

Fjögur lið léku í A-liðum í 5. flokki flokki drengja; tvö lið frá Fjarðabyggð, Höttur og Sindri.  Leikar fóru þannig að Leiknisstrákar fengu gull og silfur og Höttur nældi í bronsið.

Í B-liða keppnina voru skráð 5 lið; UMFL Þórshöfn, Neisti, Höttur og tvö frá Fjarðabyggð.  Neisti sigraði nokkuð örugglega, UMFL varð í öðru og Höttur þriðja.

Strákar úr 2. og 3. flokki Fjarðabyggðar dæmdu alla leikina og stóðu sig eins og hetjur.

 

Frétt af vefnum www.leiknirfaskrudsfirdi.123.is/

 

 

Í dag er síðan komið að 4. flokki stúlkna og drengja. Leikið verður í 11 manna liðum hjá báðum kynjum. Fjögur stúlknalið mæta, tvö þeirra úr Fjarðabyggð og svo Höttur og Sindri. Hjá strákunum er keppt í A- og B-liðum og þar eru skráð 7 lið. Fjarðabyggð, KS, Höttur og Völsungur keppa í flokki A-liða og Fjarðabyggð, Völsungur og Sindri í flokki B-liða. Mótið hefst klukkan 10 og áætluð mótslok eru klukkan 18:30.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar