Fuglafestival í dag

Fuglafestival er haldið á Djúpavogi og Höfn í dag. Tilgangur þess er að auka áhuga almennings á fuglaskoðun og kynna sér það fjölbreytta fuglalíf sem í boði er á þessu svæði. Markmiðið er að viðburður sem þessi verði árviss.

grathrostur_3__large_sig_g.jpg

Dagskráin er eftirfarandi.

  

Höfn:

 

Merkingar í Einarslundi, farið frá hliðinu í Einarslundi kl. 7:00,8:00, 9:00 og 10:00.

 

Fræðsla um merkingar og hvers vegna er verið að merkja fugla og margt fleira.

  

Kl.13:00 verður farið í gönguferð með leiðsögn um Óslandið. Farið verður frá Akurey kl.13:00.

  

Djúpivogur:

 

Fuglaskoðun með leiðsögn um svæðið. Farið verður yfir helstu fuglaskoðunarsvæði í nágrenninu og ýmsan fróðleik tengdan fuglum. Mæting kl.11:00 við fuglasafnið, Sætúni, en þaðan verður farið út í Þvottárskriður, leirurnar í Álftarfirði skoðaðar, stoppað í skógræktinni og endað út við fuglaskoðunarhúsið við Selabryggjur.

  

Opið verður sérstaklega á fuglasafninu frá kl. 15:00-17:00 á laugardeginum.

 

 

Allir eru velkomnir og við hvetjum sem flesta til þess að nýta sér þetta tækifæri til þess að kynna sér okkar stórbrotna fuglalíf.

Ljósmynd:Gráþröstur/Sigurður Ægisson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.