Arnbjörg, Björn og Ólöf í Fjarðabyggð eftir helgina

Björn Bjarnason, Ólöf Nordal og Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, verða með fundi í Fjarðabyggð í næstu viku.
Almennir stjórnmálafundir verða haldnir á Fjarðahóteli Reyðarfirði á þriðjudag klukkan 20:00, þar sem Björn og Arnbjörg verða framsögumenn og á Hótel Capitano á Norðfirði á miðvikudag klukkan 12:00, en þar hafa Björn og Ólöf framsögu.

04_03_1---stock-market-prices_web.jpg

Lokahönd lögð á fullkomið námsver á Reyðarfirði

AFL Starfsgreinafélag hefur fest kaup á Búðareyri 1 á Reyðarfirði. Þar verður starfrækt námsver á vegum AFLs, Verkmenntaskóla Austurlands og Þekkingarnets Austurlands. Að auki flyst Reyðarfjarðarskrifstofa AFLs í húsið. Frágangur við neðri hæð þess er nú á lokastigi og hefst starfsemi þar í lok næstu viku.

vefur_bareyri_1_copy.jpg

Lesa meira

Bílslys í Reyðarfirði

Í morgun um kl. 08 varð bílslys nærri Högum í Reyðarfirði. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Eskifirði voru þrír farþegar í bílnum, sem valt. Lögregla vildi ekki gefa frekari upplýsingar um atburði, en samkvæmt heimildum Austurgluggans var fólkið flutt á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað með tveimur sjúkrabifreiðum. Slökkvilið Fjarðabyggðar sendi sjúkrabíla og tækjabíl á vettvang, þar sem farþegi var fastur í bifreiðinni sem valt. Þegar til kom þurfti þó ekki að beita klippum til að ná honum út. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan farþeganna, en þegar síðast fréttist var búið að senda einn þeirra með sjúkraflugi til Reykjavíkur til aðhlynningar. Lögregla hefur málið til rannsóknar.

Nýir eigendur að versluninni Við Voginn

Á föstudag tóku nýir eigendur við versluninni Við Voginn á Djúpavogi. Eigendaskiptin fóru fram fyrir milligöngu Djúpavogshrepps, í fullu samráði við fyrri eigendur, að því er segir í frétt frá sveitarfélaginu. Fyrirtækið er nú í eigu Vogs ehf. og Djúps ehf., en eigendur þeirra fyrirtækja eru Emil Karlsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Jón Karlsson og Jónína Guðmundsdóttir.
Fyrri eigendur vilja koma á framfæri þökkum til heimamanna, starfsmanna, allra viðskiptavina og birgja fyrir ánægjuleg viðskipti í u.þ.b. tvo áratugi. Jafnframt senda þeir árnaðaróskir til hinna nýju eigenda.

 

Forvitnilegir tónleikar í kvöld

Andri Bergmann og Hafþór Valur verða með órafmagnaða tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í kvöld, fimmtudag. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er aðgangseyrir 1.000 kr. Flutt verða lög úr smiðju þeirra félaga ásamt fleirum góðum í bland. Kári Þormar forstöðumaður Kirkju- og menningarmiðstöðvarinnar hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að mæta og efla þannig austfirskt framtak.

 

Sonja Björk íþróttamaður Hattar


Knattspyrnukonan Sonja Björk Jóhannsdóttir var á þriðjudag útnefndur íþrótta- og knattspyrnumaður Hattar fyrir árið 2008. Íþróttamenn félagsins voru heiðraðir á þrettándabrennu þess.

 

Lesa meira

Breiðdalshreppur vill að byggðakvóta verði úthlutað jafnt á báta

Breiðdalshreppur hefur óskað eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að í stað þess að miða við landaðan afla í úthlutun byggðakvóta, verði byggðakvóta sveitarfélagsins úthlutað jafnt á þá báta sem sækja um og uppfylla skilyrði reglugerðar um úthlutunina að öðru leyti.

breidalsvk_vefur.jpg

Lesa meira

Austfirðingar vilja fá svör um Norðfjarðargöng

Vegagerðin kynnti í gær í Neskaupstað verkefnið Norðfjarðarvegur um Norðfjarðargöng. Á annað hundrað manns skrifuðu sig í gestabók sem lá frammi. Fólk virtist misánægt og flestir höfðu búist við að fá meiri upplýsingar og skýrari svör, enda uggandi eftir umræður síðustu daga um að líklega komi til frestunar á framkvæmdinni.

norfjarargng_vefur.jpg

Lesa meira

Varað við rörsýn í Evrópusambandsmálum

,,Ég tel mesta óráð að við göngum í Evrópusambandið,“ sagði Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi og formaður þingflokksins. Á almennum stjórnmálafundi Sjálfstæðisflokksins á Egilsstöðum í gær, reifaði hún helstu annmarka á inngöngu Íslands í Evrópusambandið, ekki síst í tengslum við stefnu þess í sjávarútvegi og landbúnaði. Ásta Möller þingmaður sagði við sama tækfæri að stjórnarsamstarfið stæði afar traustum fótum.

xd_vefur_1.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.