Nýr formaður Hattar

Formannsskipti hafa orðið hjá íþróttafélaginu Hetti. Davíð Þór Sigurðarson tók í lok apríl við starfinu af Helga Sigurðssyni tannlækni, sem farið hefur fyrir félaginu undanfarin ár. Davíð Þór er 26 ára gamall, viðskiptafræðingur og starfar sem sérfræðingur í fjármálateymi fyrir steypuskála Alcoa Fjarðaáls. Hann er fæddur á Egilsstöðum, uppalinn á Seyðisfirði og lék lengi knattspyrnu með Huginn. Hann er búsettur á Egilsstöðum og kvæntur Eddu Ósk Gísladóttur. Þau eiga son á öðru ári. Davíð Þór sat áður í stjórn Hattar í eitt ár.

dav_r_sigurarson_httur.jpg

 

Fjallað um læknisþjónustu í Fjarðabyggð á bæjarráðsfundi

Fjallað var um læknisþjónustu í Fjarðabyggð á fundi bæjarráðs sveitarfélagsins í gær, 5. maí. Komu til fundarins undir þessum lið þau Einar Rafn Haraldsson forstjóri, Stefán Þórarinsson framkvæmdastjóri lækninga og Lilja Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar,  frá Heilbrigðisstofnun Austurlands. Guðríður Þorsteinsdóttir lögfræðingur heilbrigðisráðuneytisins sat einnig fundinn.  Að því er fram kemur í fundargerð var farið yfir stöðu mála og má leiða líkum að því að fjallað hafi verið um stöðu yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar.

fjaragbyggarlg.jpg

Stýrivextir verða að lækka

Samtök atvinnulífsins telja að það muni valda óbætanlegum skaða ef stýrivextir verði ekki lækkaðir verulega í vikunni. SA áttu í gær fund með fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna ásamt aðilum vinnumarkaðarins. Þór Sigfússon, formaður SA, segir atvinnulífið hrópa eftir aðgerðum og því hafi verið komið til skila.

peningar2.jpg

Lesa meira

Bæjarstjórn Fjarðarbyggðar biðlar til heilbrigðisráðherra um lausn á yfirlæknismáli

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar  sendi frá sér ályktun í kvöld þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að hlutast til um mál yfirlæknis heilsugæslunnar í sveitarfélaginu. „Traust og góð heilsugæsla er meðal þeirra grundvallarlífsgæða sem sóst er eftir í hverju samfélagi. Fátt skiptir heimili jafn miklu máli og góð og persónuleg þjónusta heimilislæknis. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar lýsir áhyggjum af þeirri stöðu sem við er að glíma í heilsugæslu innan sveitarfélagsins og því óefni sem við blasir á Eskifirði.

Lesa meira

Gáfu hjartastuðtæki til Breiðdælinga

Þann 4. maí afhenti Breiðdalsdeild Rauða kross Íslands nýtt hjartastuðtæki til notkunar í íþróttahúsi og sundlaug Breiðdælinga. Tækið er hálfsjálfvirkt PAD-tæki, afar einfalt í notkun og ,,talar" íslensku við þann sem gæti þurft að nota það. Fyrr í vetur fékk björgunarsveitin Eining samskonar tæki að gjöf frá aðstandendum Þórs Rúnars Baker, sem lést í bílslysi í Berufirði, og er það tæki staðsett í Land Rover-bifreið sveitarinnar.

breidalur_hjartastutki.jpg

Lesa meira

Notið hjálma

Nú þegar átakið „Hjólað í vinnuna“ er hafið má sjá mikla aukningu hjólreiðarfólks á götum úti. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur alla landsmenn til að nota alltaf þann sjálfsagða öryggisbúnað sem reiðhjólahjálmurinn er þegar hjólað er. Hjálmurinn ver fyrir alvarlegum höfuðáverkum í 80% til 85% tilfella en alvarlegustu slysin verða þegar hjólað er í bílaumferð. hjlmur.jpg

Lesa meira

Ferskvatnsflutningar gegnum Reyðarfjörð?

Bandaríska drykkjavörufyrirtækið Scissortail Beverages hefur sent Fjarðabyggð fyrirspurn vegna mögulegrar starfsemi fyrirtækisins á Reyðarfirði. Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum í gær. Scissortail Beverages dreifir og selur drykkjarvöru og þar með talið vatn. Fyrirtækið auglýsir á veraldarvefnum til sölu íslenskt vatn sem flutt verði ýmist frá Reyðarfirði eða Reykjavík og er lágmarkspöntun 6340 gallon og vatnið flutt út í stálgeymum eða svokallaðri vatnsblöðru sem tekur tuttugu og fjögur þúsund lítra, eða lágmarkspöntun.

vatnsflaska.jpg

Lok veiðitímabila

Nú um mánaðarmótin lauk veiðitímabilum fyrir loðnu og síld (sumargotssíld). Samkvæmt 1. mgr. 15. grein laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, skulu tilkynningar um flutning aflamarks hafa borist Fiskistofu eigi síðar en 15 dögum eftir að veiðitímabili lýkur. Samkvæmt þessu er föstudagurinn 15. maí síðasti dagurinn þar sem heimilt að tilkynna um flutning aflamarks í þessum tegundum.

0023-0309-2621-3619.jpg

Hjólað í vinnuna

Í  dag hefst fyrirtækjakeppnin "hjólað í vinnuna" og stendur í 20 daga. Einu gildir hvort fólk hjólar, skokkar, gengur eða notar línuskauta, allir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu eru gjaldgengir þátttakendur.

hjla.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.