Vilja Sauðarkofa inn í aðalskipulag

Á síðasta fundi hreppsnefndar Fljótsdalshrepps var bókað að sveitarstjórn þætti miður að Sauðarkofi og starfsemi sem honum fylgi séu í uppnámi. Fljótsdalshérað hafnaði í aprílbyrjun umsókn frá Jóni Þór Þorvarðarsyni um byggingarleyfi vegna Sauðarkofa. Í stað þess var honum gefinn frestur fram í mars á næsta ári til að fjarlægja kofann sem þar stendur. Fljótsdalshreppur hvetur Fljótsdalshérað til að setja Sauðárkofa inn á nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins, svo hann geti áfram þjónað hlutverki sínu sem áningarstaður gangna- og hestamanna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.