Jarðfræðisetrið í Gamla Kaupfélagshúsinu á Breiðdalsvík opnar formlega á laugardag með opnunarhátíð og málþingi um breska jarðfræðiprófessorin George Walker. Hann kortlagði stóran hluta austifirskra jarðlaga. Gögn Walkers verða í fyrsta sinn aðgengileg fræðimönnum og aðgengileg.
Keppnin Austfjarðatröllið 2008 fer fram á Austfjörðum um helgina.
Keppni hefst rétt fyrir hádegi á morgun á Vopnafirði en lýkur á
Breiðdalsvík seinni part laugardags.
Skiptum á búi Lagarfells ehf., rekstrarfélags veitinga- og
skemmtistaðarins Hetjunnar í Fellabæ, er lokið. Lýstar kröfur í
þrotabúið námu 25,2 milljónum króna.
Í hlýindunum síðustu vikur hefur verið mikið innrennsli í Hálslón frá Brúarjökli. Undanfarna viku hefur innrennslið inn í lónið verið um það bil 33 milljón rúmmetrar á sólahring sem jafngildir að meðaltali innrennsli upp á rúma 380 rúmmetra á sekúndu. Þar af renna svo um 120 rúmmetrar á sekúndu til Fljótsdalsstöðvar til orkuframleiðslu.
Fram kemur í Austurglugganum í dag að Björgvin Karl Gunnarsson sem leikið hefur með Hetti í körfuboltanum undanfarin ár segist vera hættur að spila með liðinu. Hann er sár og reiður við stjórn körfuknattleiksdeildarinnar. Björgvin var mótfallinn því að þjálfari síðasta vetrar, Jeff Green, yrði endurráðinn.